Skagfirðingabók - 01.01.2014, Blaðsíða 83

Skagfirðingabók - 01.01.2014, Blaðsíða 83
YFIR ATLANTSHAFIÐ Í SKIPALEST 83 erlendu hersveitir höfðu hér margvísleg umsvif. Það þurfti að byggja allskyns hús, leggja vegi, grafa skurði, gera flugvelli og fleira og fleira. Íslendingar fengu þar með mikla vinnu og herinn borgaði betur en hér hafði áður tíðkast. Gamla Ísland með kreppu, fátækt og atvinnuleysi hvarf þá eins og dögg fyrir sólu á skömmum tíma og í staðinn reis nýtt Ísland með peningaflóði, allsnægtum, nýrri tækni og tækifærum í öllum áttum. Ég hefði svo sem getað fengið vinnu hjá setuliðinu eins og aðrir, en vildi helst finna mér eitthvað annað að gera. Þar sem ég nú reikaði um í miðbæ Reykjavíkur og hugleiddi hvað ég skyldi taka mér fyrir hendur, mætti ég allt í einu Rafni A. Sigurðssyni móðurbróður mínum, sem ég hafði heimsótt um vorið þegar ég var á leiðinni að Sámsstöðum. Hann hafði lengi starfað sem skipstjóri hjá Eimskipafélagi Reykjavíkur, fyrst á flutningaskipinu e/s Heklu og síðan á e/s Kötlu. Eftir að hann tók við Kötlunni hafði vinur hans, Einar Oddur Kristjánsson, tekið við Heklunni. Þjóðverjar skutu Heklu í kaf sumarið 1941 og fóru 13 menn niður með skipinu og þar á meðal skipstjórinn. Sjö skipverjum tókst að synda frá sökkvandi fleyi og komast á björgunarfleka. Þeir hröktust síðan á hafinu við miklar þrengingar í rúmlega tíu sólarhringa áður en breskt herskip bjargaði þeim. Einn þessara manna dó af hrakningnum, en sex lifðu af og náðu sér. Heklan var einskipa á miðju Atlantshafi, þegar henni var sökkt, en um þetta leyti var farið að safna skipum saman í skipalestir (convoys) sem gætt var af öflugum herskipum og dró þá mjög úr þessum skipsköðum. En eftir þessi dapurlegu endalok Heklu hætti Rafn sem skipstjóri á Kötlu og fór í land, en hann vann samt áfram fyrir skipafélagið. Og þar sem ég nú hitti þennan góða frænda minn á förnum vegi, spurði hann mig frétta. Ég sagði eins og var að ég stæði uppi atvinnulaus, vildi helst ekki fara í setuliðsvinnu og spurði hvort hann gæti ef til vill bent mér á einhverja atvinnumöguleika. Hann tók þessu kvabbi mínu vel, sagðist skyldi hugsa málið og bað mig að hitta sig daginn eftir. Örlagaríkt stefnumót ÉG HITTI Rafn aftur á skrifstofu félagsins og heilsaði um leið upp á Óskar Gíslason skrifstofustjóra, sem ég átti eftir að kynnast betur síðar og reyna að öllu góðu. Rafn sagðist hafa hugsað nokkuð um mín mál og gæti boðið mér upp á tvo kosti. Í fyrsta lagi gæti ég fengið vinnu í vélsmiðjunni Hamri og jafnvel komist þar að sem lærlingur í vélsmíði eða eldsmíði. Og í öðru lagi mundi losna pláss á Kötlunni næst Rafn A. Sigurðsson skipstjóri á Kötlunni. Einkaeign.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Skagfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.