Skagfirðingabók - 01.01.2014, Side 190

Skagfirðingabók - 01.01.2014, Side 190
SKAGFIRÐINGABÓK 190 60 númer, 500 pund í hverju. Allur var hann hráblautur og meginið óhreint, stungið og rifið. Fiskurinn hljóp á ca 320 kr. Næstu nótt og næsta dag var stórhríð og norðvestan stormur. Gjörði öldu- gang nokkurn. Tók þá skipið sundur í miðju, eða rétt framan við öftustu lest og rak afturpartinn upp í fjöru svo ganga mátti í hann þurrum fótum. Og frampartinn rak nokkuð upp en þó minna. Lét ég ganga á reka strax þegar upp birti og var mikið af rusli í fjörunum, mest fjalir sem brotnað höfðu innan úr skipinu. Þegar svona var komið tók ég það ráð að senda til skipstjóra og segja honum þessi endemis afdrif skipsins. Skrifaði hann mér aftur alllangt bréf. Segir hann mér meðal annars að björgun megi halda áfram með sömu skilmálum og verið hafi, þriðjung, bæði úr fjörum og skipinu, en aftur á móti bannar hann mér að selja keðjur, trássur, stór stykki o.fl., þó það bjargist. Litlu hefur verið bjargað úr skipinu síðan fyrstu þrjá dagana sem verið var við samningsbjörgunina, enda ekki orðið um auðugan garð að gresja í skipinu. Hvað viðvíkur björgun úr fjörunni þá vill enginn ganga að því að bjarga úr þeim með því móti að fá aðeins þriðjung, enda man ég ekki til að björgunarsamningurinn næði til annars en þess er bjargaðist úr skipinu. Ég hefi þegar kostað til 60 kr. til að láta bera fjalarusl o.þ.h. undan sjó. Læt ég gjöra það framvegis í vetur og tekur enginn í mál að bjarga góssinu inn í Hraunakrók með því móti að fá aðeins 1/3 part og borga mér minn kostnað af honum. Vildi ég leita álits yðar velborni herra um það hversu með þetta strandmál mér ber að fara framvegis. Þann 13. og 14. þ.m. hélt ég uppboð á mestöllu góssinu sem bjargað hafði verið utan úr skipinu og hljóp það uppboð á 600 kr. Aðeins skildi ég eftir fáein stór stykki sem ég vissi fyrirfram að ekkert myndi seljast, eða því sem nær ekkert. Bíða þau vors eða þar til góss það er skipstjóri skildi eftir á Haganesvík verður tekið.10 Úr blaðaskrifum MIKIÐ VAR var skrifað í blöðin um Tejo-strandið og eftirmál þess. Eðlilega voru þær fréttir margar á sömu lund, en stundum misvísandi, jafnvel með rangfærslum. Hafa upplýsingar víða hér að framan verið sóttar í blöðin. En til viðbótar skulu hér teknir fáeinir kaflar sem sýnishorn blaðafréttanna: Í Þjóðólfi í Reykjavík segir 15. desember 1899, og er þar ekki allt rétt með farið: Um strand gufuskipsins Tejo 7. f.m. hefur nú frést nokkru nánar. Skipið rakst á sker eða klett, skammt fyrir framan landsteinana á Hraunum í Fljótum, þar sem Einar dannebrogs- maður Guðmundsson býr. Er mælt, að skipstjóri hafi verið svo villtur, að hann hafi haldið, að hann væri kominn fyrir Dalatá og ætlaði að beygja inn á Siglufjörð, en fór svo þarna upp. 4.000 skippund af saltfiski voru í skipinu og bjargaðist það að mestu, þar á meðal 10 Bréfabók Holtshrepps í HSk.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.