Skagfirðingabók - 01.01.2014, Blaðsíða 104
SKAGFIRÐINGABÓK
104
sykur, bleyta upp og hita til þess að það
yrði stökkt og molnaði. Þetta baðtóbak
var bara óunnin tóbaksblöð. Í þeim var
auðvitað töluvert nikótín og með því að
verka það svona og sósa settu menn þetta
upp í sig og neftóbaksmenn reyndu að
mylja það. En þetta var allt með miklu
basli og þótti ekki gott. En þótt erfitt
væri um margt man ég ekki eftir neinum
skorti. Það var alltaf nóg að éta.
Faðir minn byrjaði á að færa frá eftir
að stríðinu lauk. Það var svo skrítið.
Líklega hefur þetta verið 1919 og hann
gerði það í tvö eða þrjú sumur. Svo gafst
hann nú upp á því. Þá hafði þetta ekki
verið gert um nokkurt skeið. Ég man að
við bræðurnir sátum yfir rollunum uppi
í Reykjaskarði fyrir ofan Skarðsá. Fjall
átti land norður að Skarðsánni. Þar voru
góðir sauðahagar sunnan í skarðinu og
tiltölulega auðvelt að passa kindurnar þar.
Skarðsármegin í skarðinu var gamalt sel
frá Seylu. Svo var annað sel lengra inni í
skarðinu, þar sem það endar. Það heitir
Hólasel, frá Blöndudalshólum. Þar skipta
gangnamenn göngum. Ég man ekki eftir
öðrum sem færðu frá á þessum tíma. Það
voru leifar af gömlum stekk út í lautinni
norðan við bæinn, sem hét Kvíalaut. Það
voru bæði leifar af kvíum og stekk. En
kindurnar voru mjólkaðar í rétt, sem var
í lautinni norðan við bæinn. Þar var líka
smiðja, sem faðir minn notaði heilmikið.
Hann var hagur maður á marga hluti,
smíðaði t.d. allt í söðlana sína og hnakkana,
bæði virkin og járnin og allt saman. Hann
fékk heila brennikubba og sagaði niður í
fjalir á veturna. Ég held að hann hafi ekki
verið neitt afskaplega hagsýnn í þessum
iðnaði, því ég hef það á tilfinningunni, og
raunar veit það, að hann seldi þetta svo
ódýrt, að daglaunin voru mjög léleg við
söðlasmíðina. Ég spurði hann einhvern
tímann þegar ég fór að eldast, hvernig
Pálína á Skarðsá í baðstofu sinni með
hundinn Glaum. Myndin er frá árinu 1987.
Pálína var þá orðin 88 ára og lítt fær. Ári
síðar neyddist hún til að yfirgefa Skarðsá og
flytjast á ellideildina á Sauðárkróki. Hún
hafði þá staðið fyrir forráðum innanstokks
frá 1928, þegar Sigurbjörg amma hennar
lést. Kannski sér þarna í rúm Sigurbjargar
gömlu þar sem hún geymdi tóbakspunginn
undir koddanum.
Ljósm.: Benedikta Mosfeldt.
Eigandi myndar: HSk.