Skagfirðingabók - 01.01.2014, Side 167
[Ó]SKILGETNAR DÆTUR ÞJÓÐARANDANS
167
og Reykjavík, þar sem Jón átti heima,
hafa aðeins sex skrásetjara hvor.
Taflan segir þó ekki alla söguna um
söfnun þjóðsagnanna í bindunum sex,
því margir skrásetjaranna söfnuðu einnig
fyrir utan sínar heimasýslur. Þar má til
dæmis nefna séra Skúla Gíslason sem
fæddist í Húnavatnssýslu en dvaldist hjá
Einari Bjarnasyni í Skagafirði frá tólf ára
aldri og til tvítugs. Þegar Jón Árnason
stóð að söfnuninni var Skúli svo orðinn
prestur að Stóra-Núpi í Rangárvallsýslu,
þar sem hann er í töflunni.11 Skúli gerði
sitt besta til að safna fyrir sunnan eftir
fyrirmælum Jóns, en segir við hann í
bréfi árið 1858:
Því miður get eg ekki frætt yður á
neinum fleiri vísum eða kvæðum eftir
Egilsen, sem ganga manna á millum,
enda virðist mér, að hvað þess konar
fróðleik snertir, sé ekki um auðugan
garð að gresja hjá almenningi og
miklu síður en fyrir norðan.12
Af þessum orðum má ætla að Skúli hafi
sem ungmenni í Skagafirði upplifað að
fleiri sögur væru sagðar þar en á full-
orðinsárum hans á Stóra-Núpi. Þar hefur
vistin hjá Einari fræðimanni Bjarnasyni
ekki spillt fyrir, en það má vel hugsa
sér að margar þeirra sagna sem bárust
frá Skúla, hafi í raun átt uppruna sinn
í æskuárum hans fyrir norðan. Þannig
segir staðsetning skrásetjara ekki allt
um búsetu heimildamanna eða sögusvið
sagnanna ef út í það er farið.
Í þessu samhengi má einnig nefna
þá Jóhannes Guðmundsson á Gunn-
steinsstöðum í Austur-Húnavatnssýslu
og Jón Borgfirðing sem bjó á Akureyri.
Einn helsti heimildamaður Jóhannesar
var Bólu-Hjálmar í Skagafirði, en Jón
Borgfirðingur, sem setti meðal annars á
fót prentsmiðju á Akureyri, fékk aftur á
móti send til sín ýmis handrit víðsvegar
að. Jón Árnason átti þó í eilitlu basli
alla tíð með Jón Borgfirðing, sem fór
heldur flausturslega með nöfn og búsetu
TAFLA 1: Sýsludreifing skrásetjara
11 Finnur Sigmundsson, Úr fórum Jóns Árnasonar, 61.
12 Finnur Sigmundsson, Úr fórum Jóns Árnasonar, 79. Skúli virðist þó átta sig á stöðu sinni tveimur árum síðar, en
þá stendur meðal annars í bréfi frá honum til Jóns Árnasonar: „Annars er mesti grúi ýmsra hjátrúarsagna, er safna
mætti úr annálum, árbókunum og hinum og þessum skrifuðum ritum, er snerta sögu landsins, og eru sum þessi
rit auðugri í því tilliti en öllu öðru. Sannfærður er eg um, að mikið af þessu lifir enn á vörum þjóðarinnar, og það
hef eg séð, að meira er eg dulinn slíks hér en nyrðra, líklega af því eg er orðinn prestur.“ Sjá sömu heimild, 186.
og