Skagfirðingabók - 01.01.2014, Síða 138

Skagfirðingabók - 01.01.2014, Síða 138
SKAGFIRÐINGABÓK 138 1767–1768 og einnig á Miklahóli, en skildu síðar, enda átti Steinunn tvö börn við giftum manni á árunum 1777– 1781, Eyjólfi Péturssyni skáldi í Rein í Hegranesi.3 Þegar seinna hórdómsbrot Steinunnar er fært til bókar segir um hana „áður frá manni sínum fyrir hórdóm með dómi skilin“ (Legorðsskýrsla úr Húnavatnssýslu 1781, dags. 26. janúar 1782). Ætt Gísla er ókunn og sömuleiðis verustaðir og örlög hans eftir að þau Steinunn skildu. Þau eignuðust dótturina Ólöfu sem fæddist og dó í Ásgeirsbrekku í desember 1767 og soninn Gísla, f. um 1768 á Miklahóli. Gísli þessi Gíslason komst á legg og varð bóndi á Vatnsleysu í Viðvíkursveit og er ætt frá honum.4 Guðrún Ólafsdóttir var vinnukona á Bakka 1762–1765 og aftur 1768–1769. Óvíst er um vistarverur hennar 1766– 1767 en ekki er ólíklegt að hún hafi þá um sinn hvarflað til Eyjafjarðar með Guðrúnu dóttur sína smáa og komið henni í fóstur hjá Jóni frænda sínum á Urðum, ellegar Sigurði föður hans á Karlsá, enda voru þeir feðgar og frændur um langt skeið helstu forystumenn Svarfdælinga. Á útmánuðum 1769 er enn fært í Kirkjubók Rípurprestakalls: „Þann 16. Marty skírð Kristín Þorkelsdóttir frá Bakka laungetin. Guðf. Jessi Þórðarson og Þóranna Jónsdóttir.“ Ekki er fullvíst hvar Kristín ólst upp en líkast til hefur hún þó fylgt Guðrúnu og alist upp hjá henni og Jóni Pálssyni bónda hennar, fyrst á Mannskaðahóli til 1781 eða 1782 og síðan á Bjarnastöðum. Kristín og Ásmundur bóndi hennar bjuggu í tvíbýli við Guðrúnu og Jón fyrstu búskaparár sín á Bjarnastöðum, að líkindum frá því um 1793 til þess er Guðrún fluttist að Víðivöllum, þar sem hún er orðin ráðskona Schevings sýslumanns í manntalinu 1801. Kristín var yfirsetukona og hefur lært listina af Guðrúnu og hún lét eina dóttur sína heita í höfuðið á henni. Tíu ára drengur, að nafni Jón Ás- mundsson, er á Víðivöllum 1801. Hann er þá sagður fósturbarn og er leitt að því getum í Guðrúnarþætti að hann hafi verið launsonur Ásmundar á Bjarnastöðum og fóstursonur Guðrúnar, enda fylgdi hann henni og Scheving sýslumanni að Leirá árið 1803. Með bréfinu góða frá Guðmundi Sigurði kom hins vegar eftirrit af skjali sem sýnir að þetta er ekki nema að hálfu leyti rétt, Legorðsskýrslu úr Skagafjarðarsýslu 1791, dagsettri 29. júní 1792 (varðveitt í Skjalasafni landfógeta XV, 21). Jón Ásmundsson var vissulega barnabarn og fóstursonur Guðrúnar, en skýrslan leiðir í ljós að hann var sonur Kristínar Þorkelsdóttur úr Hofssókn og Ásmundar nokkurs Þorleifssonar, sem kallaður var „Barna-Ásmundur“ (Espólín 4776), átti enda börn með a.m.k. sjö konum. Ætt Ásmundar er ókunn. Hann var fæddur um 1759, vinnumaður í Fljótum 1786–1789 og bóndi í Teigum og Sigríðarstaðakoti í Flókadal 1789–1791, en giftist síðar Helgu Jónsdóttur frá Ytri- Ey á Skagströnd og bjó síðast með henni í Sviðningi á Skagaströnd, þar sem hann dó 1820. Kristín Þorkelsdóttir var bústýra á Steinavöllum í Flókadal í nóvember 1786 og enn í nóvember 1787 og sennilega eitthvað lengur og hefur komist í kynni við Ásmund á Flókadalsárum þeirra 3 Sjá þátt hans eftir Hannes Pétursson í Frá Ketubjörgum til Klaustra, bls. 120–136. 4 Sjá um Unu dóttur hans í Skagfirskum æviskrám 1850–1890 VII, bls. 198–199.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Skagfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.