Skagfirðingabók - 01.01.2014, Side 50

Skagfirðingabók - 01.01.2014, Side 50
SKAGFIRÐINGABÓK 50 AUGLÝSING Frá 1. maí n.k. hætti ég lánum á lyfjum og læknishjálp nema fyrirfram hafi verið samið um greiðslukostnað. Jafnframt óska ég, að menn leitist við að greiða a.m.k. allar smáupphæðir út í hönd. Það skal fyrirfram tekið fram, að ekki verður lengur tekin gild væntanleg kaupfélagsborgun, sumpart vegna þess, að þar virðist oft vísað í tóman sjóð, og sumpart sökum þess, að K.N.Þ. telur sig hafa í hyggju að hætta öllum millifærslum, a.m.k. í því formi, sem þær hafa verið. Auglýsing þessi á sér langa forsögu og er skrifuð í fullri alvöru. Menn eru áminntir um að greiða svo götu hennar, að eigi hljótist óþægindi né slys af því, að hún sé eigi öllum héraðsbúum kunn. 15. marz 1933 Jón Árnason, læknir. Jafnframt tilkynnti hann öllum odd- vitum í læknishéraðinu að eftir 1. maí lánaði hann engum manni, hvorki lyf né læknishjálp, nema gegn hreppsábyrgð og að hann gerði þar alla jafna, bæði ríka og fátæka. Afleiðing þessa var meiriháttar sprenging. Menn fyrtust. Í hugum fólks var læknisstarfið svo tengt göfgi og líkn, að það þótti nánast goðgá að nefna peninga í sömu andránni. Hvort læknirinn og fjölskylda hans hefði í sig og á var önnur saga. Jón tók þessu með ró, og eftir 1. maí hélt hann áfram að veita læknishjálp og lyf eins og ekkert hefði í skorist. Hann fékk allt sitt greitt. Nú fór líka að birta til í efnahagsmálum héraðsbúa. Björn Kristjánsson, sem eins og áður sagði, var hlédrægur maður, dreif sig á þing árið 1931. Hann sat þar til ársins 1934, og svo heppilega vildi til, að lög um kreppulánasjóð til hjálpar bændum voru samþykkt á Alþingi 19. júní 1933. Þar með voru bændur lausir við skuldaklaf- ann og gátu unað glaðir við sitt. Veturinn 1935–36 gekk mænuveikin á ný. Ég veiktist þá en lamaðist ekki, en mikil myndarhúsfreyja á Kópaskeri, Guðrún Kristjánsdóttir, systir Björns, lamaðist og beið þess aldrei bætur. Ég man að ég var alltaf að hreyfa fæturna, þar sem ég lá í rúminu, til að vita hvort ég gæti það ekki áreiðanlega. Páll Sigurðsson var þá læknir á Hofsósi og hafði áður fengið veikina. Hann lamaðist svo mikið að hann varð að fara úr héraðinu. Hann átti þar hús og hringdi í Jón og bauð honum héraðið og húsið. Mig langaði að fara á æskuslóðirnar, en Jón afþakkaði. Honum þótti vænt um fólkið í héraðinu og þekkti þar hvert mannsbarn. Héraðið var nú blómlegt, og þrátt fyrir ýmsa árekstra hefur hann kunnað að meta andstæðingana og ekki viljað skipta á þeim og öðrum. Við áttum þarna þrátt fyrir allt marga glaða og góða stund. Systurnar Anna, Jódís og Jórunn, dætur Jóns og Valgerðar. Einkaeign.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.