Skagfirðingabók - 01.01.2014, Qupperneq 14
SKAGFIRÐINGABÓK
14
sama ár. Enginn vissi þá deili á konunni,
sem hann ætlaði að ganga að eiga.
Hún hét Hólmfríður, dóttir Sigtryggs
Jónatanssonar bónda í Framnesi,
Blönduhlíð, og konu hans Sigurlaugar
Jóhannesdóttur af Svaðastaðaætt, sem þá
þótti sérstæð fyrir auðsöfnun.
Þrjú systkini bjuggu á Svaðastöðum
og voru ríkust í Skagafirði. Peningana
geymdu þau í kistlum og lánuðu
héraðsbúum. Þetta var því nokkurskonar
banki. Þau bárust ekki á í húsakynnum
eða húsbúnaði, en allir vissu að nóg var
í kistuhandraðanum. Þau systkin voru
mjög hraust, en sagt var að eitt sinn
hefði þó læknir verið sóttur þangað
frá Sauðárkróki. Hann var ungur og
ókunnugur og var spurður að því, hversu
mikið hann hefði sett upp fyrir ferðina.
Hann sagðist ekki hafa getað tekið neitt af
svona fátæku fólki. Framnesheimilið var
með mestu myndarheimilum í Skagafirði
á þeim árum. Börnin voru mjög
mennileg, öll vel gefin og myndarleg
í sjón. Húsmóðirin þar, Sigurlaug,
hefur sennilega fengið gott fjármálavit
frá frændfólki sínu á Svaðastöðum,
en var ólík þeim að því leyti, að hún
hafði jafnan mjög vistlegt heimili, en
safnaði ekki peningum í handraðann.
Sigtryggur var harðduglegur bóndi, vel
gefinn og hagmæltur. Þetta var mikið
gestrisnisheimili á þeirri tíð.
Ég veit ekki til að pabbi hafi nokkru
sinni séð Hólmfríði eða kynnst henni
áður en hann bar upp bónorðið, en hún
þótti kvenkostur góður. Ég býst við að
hann hafi tekið reiðhest sinn, en hann átti
alltaf góða hesta, og farið fram í Framnes í
bónorðsferð, því að Sigtryggi bónda varð
að orði þegar hann kom, að sjaldséðir væru
hvítir hrafnar. Hólmfríður var þá 25 ára
gömul, en hann fertugur. Hún hafði lært
bæði fatasaum á Akureyri og matreiðslu
og reyndist mjög fær í hvoru tveggja. Hún
var glæsileg í sjón og stóð með rausn fyrir
stóru búi í Felli, sem var annálað fyrir
gestrisni í þeirra búskapartíð. Ekkert var
því til fyrirstöðu að hann fengi hennar,
þrátt fyrir að þau þekktust ekki. Hann
var myndarlegur og karlmannlegur, vel
efnaður og hafði gott orð á sér. Sambúð
þeirra var til fyrirmyndar til dauðadags
hans, en hún lifði hann og er látin í hárri
elli fyrir fáum árum (1971). Þau virtu
hvort annað mikils.
Það var ekki vandalaust fyrir unga
konu að taka sæti ömmu minnar. Sveinn
bróðir minn, og elstur okkar, vildi ekki
hlíta boðum hennar eða banni, enda mundi
hann best eftir móður okkar, hafði verið
eftirlæti hennar, svo og ömmu minnar
eftir að móðir mín dó. Sveinn var mjög
Sveinn í Felli og seinni kona hans,
Hólmfríður Sigtryggsdóttir.
Einkaeign.