Skagfirðingabók - 01.01.2014, Síða 132
SKAGFIRÐINGABÓK
132
af trjám og runnum, en líka mikið af hvers
kyns skrautjurtum. Umhverfis hann á tvo
vegu var hár og voldugur, steyptur veggur
og efst í hann voru steyptir treitommu-
naglar svo krakkar gætu ekki klifrað yfir
hann eða æft þar jafnvægiskúnstir, en
meðfram ánni var gaddavírsgirðing. Þar
var hægt að ná til rifsberjarunnanna með
því að standa úti í ánni og teygja sig inn.
Þegar afi og amma fluttu í nýja húsið,
lét Sigurlaug amma verða af því að hrinda
í framkvæmd þeim gamla draumi sínum
að koma sér upp svolitlum skrúðgarði
sunnan við húsið. Ekki var nú langt frá
suðurgafli hússins að lóðarmörkunum,
líklega ekki nema svona 3‒4 metrar, og
lengdin afmarkaðist af breidd hússins, svo
ekki var nú víðáttan!
Það var svo sem ekkert hlaupið að því
að hefja ræktun þarna á fjörukambinum.
Fyrst varð að girða rækilega svo friður yrði
fyrir fólki og fé, meira að segja fiðurfé, því
hænsnfuglar fóru þarna frjálsir ferða sinna
um bæinn. Girðingin umhverfis garðinn
hennar ömmu var líka með þeim voldugri
sem ég hef séð: Tvær breiddir af hænsna-
neti á hæðina ‒ meira en mannhæð!
Ég held að ég muni líka nokkurn
veginn útlit og skipulag garðsins, og ætla
að reyna að rissa hér uppdrátt af honum
eins og ég minnist hans nú. Gatan, sem
var nokkru lægri en beðin, var borin
smágerðri sjávarmöl og brydd með kú-
skeljum og hörpudiskum, en þetta voru
efni sem voru hendi næst. Í beðin bætti
hún mold og áburði, líklega geitataði,
sem hún átti nóg af, því lengi áttu þau afi
og amma geitur eins og fleiri Króksbúar,
og alltaf þambaði ég geitamjólk þegar ég
dvaldi hjá þeim. Ugglaust er geitataðið
ekkert lakari áburður en sauðataðið.
Garðurinn hennar ömmu var hreinn
skrúðgarður – blómagarður. Ég man
ekki til að hún ræktaði nokkurn tíma
eina einustu svokallaða „nytjaplöntu“ í
garði sínum. Hennar „nytjar“ af þessari
garðrækt voru eingöngu fagurfræðilegs
eðlis. Líklega hefur hún verið fædd
fagurkeri, enda annáluð fyrir þrifnað og
snyrtimennsku, og enda þótt aldarfar og
ytri aðstæður væri ekki sem hagstæðast,
mátti þó reyna að klóra í bakkann. Kannski
hefur hún saknað sumarblóma bernsku
sinnar heima í Laxárdalnum. – En þarna
reis blómagarðurinn hennar ömmu upp
úr mölinni, eins og vin í eyðimörkinni og
þarna var hún oft að bauka við blómin sín
þegar vel viðraði.
Líklega hefur vinkona hennar, frúin
í Læknishúsinu, hún Hansína, sem átti
Garðurinn hennar ömmu, teikning Ólafs
Björns Guðmundssonar.