Skagfirðingabók - 01.01.2014, Side 194

Skagfirðingabók - 01.01.2014, Side 194
SKAGFIRÐINGABÓK 194 farið aftur áleiðis til útlanda á annan í jólum um kvöldið með töluverðan farm. „Með Egil var nú skipstjóri Ryder af Tejo, er strandaði á Skagafirði.“15 Blaðið Ísafold birti loks 2. maí 1900 brot úr bréfi úr Fljótum sem ritað var 6. apríl: Gufuskipið Tejo, sem strandaði við Almenningsnef, leystist í sundur í tvennt, og rak báða partana svo upp í fjöru í vetur, því járnið brotnaði og beyglaðist að neðan, svo aðeins yfiraskjan varð eftir. Gufuvélin með katli og öðru liggur í botni þar fyrir framan og verður líklega að nýju skeri þar eftirleiðis. Þessir skipspartar voru seldir á uppboði þann 29. f.m. (mars) sinn í hvoru lagi og fóru báðir samtals fyrir eitthvað nálægt 100 kr. Vindur, akkeri, festar og þess konar selt sér, og fór fyrir lítið, enda er það allt vonarpeningur á þessum stað. Það lítilræði, sem náðist af blautum fiski úr skipinu, varð góð björg í búi manna hér, því meiri hlutann mátti hagnýta til þess, þótt nokkuð yrði ónýtt af kolamylsnu og öðru, er sest hafði í fiskinn. Þetta kom sér vel, af því að frámunalegt fiskileysi var hér árið sem leið, en að öðru leyti varð lítill hagur að þessu strandi hér í sveit, og hörmulegt var að vita það stórfé, sem þar var, verða að engu. Eftir fyrstu brimin voru fiskræflarnir (roð og bein) í stórum köstum út og suður með fjörunum, eins og stærstu þarabunkar.16 Endalok Víkings GUFUSKIPIÐ VÍKINGUR, sem svo mjög kemur við þessa sögu, átti ekki langt eftir. Það var eitt af skipum Thorefélagsins svokallaða sem hélt úti Íslandssiglingum á þessum árum, eign stórkaupmanns Þórarins E. Tuliniusar í Kaupmannahöfn, með heimahöfn á Fáskrúðsfirði. Víkingur lét í haf frá Seyðisfirði eins og skilja má í fréttinni hér að ofan, og komst eina ferð til Kaupmannahafnar. Skipið kom aftur til Íslands upp úr miðjum desember, hlaðið varningi, og hafnaði sig á Akureyri þar sem afgreiðslu þess lauk fyrir jólin. Yfir hátíðina lá það við Hjalteyri en sigldi síðan vestur til Skagafjarðar, hleypti inn á Hofsós og skipaði þar upp vörum, hélt svo til Sauðárkróks og kom þangað hálfníu að morgni þann 28. desember 1899 og kastaði akkerum á fjögurra faðma dýpi. Flutti skipið mikið af vörum til verslana Popps og Jóhannesar Stefánssonar og var strax byrjað að skipa upp varningi. Sauðárkrókshöfn var á þessum tíma lítið annað en nafnið, grunn og opin fyrir norðanáttum og brimaði þar oft á skammri stund. Svo var einnig nú því að síðdegis fór að hvessa á norðan og varð þá að hætta allri uppskipunarvinnu. Þar sem barómetið stóð vel áleit skipstjóri ekki þörf á að færa sig utar á meira dýpi en veðrið gekk upp hraðar og af meiri ofsa en hann bjóst við. Skipið lá við tvö akkeri og 60 faðma keðju á hvoru.Taldi Hansen skipstjóri ógerlegt að losa sig því að væri annað akkerið dregið færi skipið vafalítið á rek og yrði komið upp í land áður en tækist að ná því seinna upp. Í þrjá sólarhringa hélst skipið við í brimgarðinum á höfninni, en klukkan 2 á gamlársdag biluðu festar og skipið 15 Austri 30. 12. 1899, bls. 142. 16 Ísafold 2. 5. 1900, bls. 99.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.