Skagfirðingabók - 01.01.2014, Page 62

Skagfirðingabók - 01.01.2014, Page 62
SKAGFIRÐINGABÓK 62 sagði neitt. Læknirinn var ljúfmennskan sjálf og gaf mér resept á teygjusokk til að hafa um fótinn. Ég hrifsaði af honum reseptið og strunsaði út án þess að kveðja. Ég er nú orðin 81 árs gömul og bý enn á hæðinni minni. Ég er búin að setja þar upp notalegt elliheimili fyrir mig eina. Ég hjálpa mér sjálf að öllu leyti nema að ég fæ stúlku einu sinni í viku til að þrífa, og mér er fært allt heim, því að ég get ekki gengið lengur úti óstudd. Ég spila bridge einu sinni í viku á Hallveigarstöðum og Anna dóttir mín ekur mér þangað og sækir mig. Börnin mín eiga öll bíl og taka mig út þegar ég óska þess. Ég fæ oft heimsóknir, bæði af börnum, barnabörnum og vinum. Barnabörnin eru 17 og langömmubörnin eru orðin 8. Kristín, dóttir Helenar Soffíu, átta ára, er mikil vinkona mín og sefur inni hjá mér á næturnar. Hún er fús til þess, við höfum verið saman frá því að hún fæddist. Mér finnst öryggi í því að vera ekki ein, þó að ég hafi síma. Ekkjur þurfa stundum að bregða sér í karlmannslíki, það finn ég vel og á ekkert bágt með það. Ég held að enginn hafi þorað að misbjóða mér í mínu ekkjustandi og að ég hafi haldið fullri virðingu og vinsemd, þrátt fyrir mitt stóra skap, sem ég beiti þegar mér finnst það eiga við. Annars leiðist mér allt nöldur og smámunasemi. Það getur verið að einhverjum sé illa við mig, en mér er ekki illa við neinn og hefur aldrei verið. Ég er sátt með sjálfri mér við aðra, því að ég hef alltaf látið í ljós vanþóknun mína strax, ef einhver hefur verið, í stað þess að byrgja hana inni. Krakkarnir mínir voru vanir að segja að ég gysi, en svo varð allt gott aftur. Ég hef verið gæfumanneskja og haft mikið barnalán. Ég hef þá trú, að sumir séu fæddir til gæfu, en aðrir ógæfu, sú skapgerð, sem úrslitum ráði, sé meðfædd. Ég hef alltaf verið hagsýn og raunsæ, séð hlutina í réttu ljósi og ekki hætt mér út á hála braut, heldur kunnað að velja þann veg, sem var til gæfu. Þó hef ég oft verið fljótfær og gert vitleysur, en ég hef lært að gefa mér tíma til að hugsa um vandamálin og þá dettur mér alltaf einhver lausn í hug. Oft hefur verið svart framundan, en allaf hefur ræst úr. Stundum finnst mér ég varla vera sjálfráð, að það sé eitthvað, sem stjórni lífi mínu, eitthvað sem ég ekki þekki. En ég hef þá trú að guð hjálpi aðeins þeim, sem hjálpa sér sjálfir. Valgerður á efri árum. Einkaeign.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.