Skagfirðingabók - 01.01.2014, Side 55
ÆVIMINNINGAR
55
norðan og hér eftir að við fluttum suður.
Systurnar Anna og Jórunn, sem búið
höfðu saman í einu herbergi í húsinu
áður, voru nú báðar giftar og áttu einn
dreng hvor.3 Þær unnu báðar í Sjóvá.
Þegar Anna giftist gekk í miklum
brösum við að losa sig við leigjendur, sem
bjuggu á efstu hæðinni, en Anna þurfti
að fá hana. Á þeirri hæð bjó Þórbergur
Þórðarson, en hann var lítill fjármála-
maður. Kona hans var því duglegri að sjá
um þá hlið málsins. Þau höfðu fjögurra
herbergja íbúð og leigðu tvö út frá sér
svo dýrt, að þau höfðu frítt húsnæði sjálf.
Þau hjón neituðu að fara úr íbúðinni
og gátu það í skjóli húsaleigulaganna og
gekk þetta í þófi um hríð. Þá vildi það til
að piltur, sem hafði eitt herbergi í íbúð
þeirra, fékk Þórberg til að kvitta fyrir
greiðslu á húsaleigunni. Frúin var þá ekki
við, en Þórbergur hefur sjálfsagt fengið
bágt fyrir hjá henni, því að þetta varð til
þess að þau urðu að fara. Þetta var ekki
leyfilegt. Anna og maður hennar fengu
þá íbúðina nema eitt herbergi, sem elsti
sonur minn Sigurður fékk.4
Jórunn bjó í Kirkjustræti með manni
og barni. Hjá mér voru í íbúðinni minni
Jódís, sem var í Verzlunarskólanum, Árni
og Sveinn.5 Árni lærði húsgagnasmíði og
fór síðan til Danmerkur og var þar í þrjú
ár á tækniskóla. Hann varð húsgagna-
3 Maður Önnu var Ólafur Jóhann Sigurðsson (1918–1988) rithöfundur. Synir þeirra: Jón (f. 1943) og
Ólafur Jóhann (f. 1962). Anna dó 22. febrúar 1995. — Jórunn Steinunn var tvígift; fyrri maður hennar var
Sverrir Magnússon (1909–1990) lyfsali, þau áttu einn son, Gunnar Ægi (f. 1943). Seinni maður hennar var
Rögnvaldur Ólafsson (1923–2004) skipasmiður. Börn þeirra: Anna Theodóra (f. 1953) og Ólafur (f. 1958).
Jórunn dó 24. október 1987.
4 Sigurður kvæntist Gyðu Jónsdóttur (1930–1999). Synir þeirra: Ásgeir (f. 1961) og Jón Viðar (f. 1966).
Sigurður á einnig dóttur með Auði Hauksdóttur: Ólöfu Lilju (f. 1961).
5 Jódís giftist Ólafi Ragnari Magnússyni (f. 1924), dætur þeirra: Valgerður Guðrún (f. 1950), Margrét (f. 1952)
og Pála Kristín (f. 1957). Seinni maður hennar var Bogi Þórðarson (1917–2000). Jódís dó 21. febrúar 2012.
— Kona Árna var Sigurlaug Jónsdóttir (f. 1927). Börn þeirra: Jón Þór (f. 1954), Páll (f. 1957), Ásdís (f. 1962)
og Ragnar (f. 1968). Árni dó 1. desember 1983. — Kona Sveins er Sigurlaug Þórisdóttir (f. 1932). Synir þeirra:
Þóroddur (f. 1956), Jón Garðar (f. 1957) og Þórður (f. 1966).
Valgerður uppábúin
í skóginum í Ásbyrgi
í Kelduhverfi.
Einkaeign.