Skagfirðingabók - 01.01.2014, Síða 38
SKAGFIRÐINGABÓK
38
hafi verið með ágætum, eins og á stóru
kærleiksheimili.
Presturinn sat á Presthólum, en það
var gamalt prestssetur. Þegar við komum
þarna, var séra Halldór Bjarnason prestur
þar. Hann átti í miklum útistöðum við
ýmsa og var ekki vinsæll af sóknarbörnum
sínum. Hann var gamall maður, þegar
við kynntumst honum, og höfðum við
ekki nema gott af honum að segja. Hann
sagði af sér og fluttist til Reykjavíkur,
en þá kom séra Páll Þorleifsson og sat á
Skinnastað í Öxarfirði. Presthólar voru
þá ekki lengur prestssetur, en bóndinn
í Garði keypti jörðina. Séra Páll var alla
sína prestskapartíð á Skinnastað. Hann
var mjög vinsæll og góður ræðumaður og
kennari. Hann tók oft unglinga í kennslu
og kenndi líka í skólahúsinu í Lundi, sem
stóð skammt frá Skinnastað.
Fjárhagur okkar Jóns var ekki góður
þegar við komum til Kópaskers. Jón
þurfti að kaupa læknisáhöld og lyf
fyrir eigin peninga, sem engir voru
til eftir langt nám, þó að hann fengi
góða aðstoð bæði frá fóstra sínum og
Fellsheimilinu. Við komumst því ekki
hjá því að taka lán. Pétur Halldórsson,
síðar borgarstjóri í Reykjavík, frændi
Jóns, gekk í ábyrgð fyrir hann, bæði þegar
hann fór út til að ljúka námi og svo til
að kaupa læknisáhöld, sem hann keypti
í Danmörku. Hann hafði þau því tiltæk,
þegar hann kom til Kópaskers, og það
kom sér vel, því að daginn eftir að hann
kom, var hann sóttur til sængurkonu og
var það hans fyrsta læknisverk í héraðinu.
Þetta var erfið fæðing, og barnið var tekið
með töngum. Lyfin, sem hann keypti í
Reykjavík, komu ekki með sama skipi, og
var það óþægilegt, því að nú streymdi fólk
til hans. Héraðið hafði verið læknislaust
í þrjú ár áður en við komum. Þrátt fyrir
þau góðu kjör að fá ókeypis húsnæði, sem
ekki var boðið upp á annars staðar, hafði
héraðinu haldist illa á læknum.
Við fluttum í tómt húsið Ás með
dæturnar tvær, en Anna, fóstra Jóns, kom
fljótlega, og kom það sér vel að fá hana til
að gæta telpnanna meðan við vorum að
koma okkur fyrir. Búslóðin var ekki mikil,
það sama og við áttum á Baldursgötu 15,
Kirkjan á Snartarstöðum, ófullgerð, ásamt
Núpasveitarskóla. Bæði þessi hús voru í
byggingu á sama tíma. Kirkjan var vígð 3.
mars 1929 en skólahúsið tekið í notkun um
áramótin 1928/1929.
Eigandi myndar: Kristveig Björnsdóttir.
Snartarstaðir. Húsið var byggt um 1910 af
Ingimundi Sigurðssyni. Til hægri sér á enda
gömlu baðstofunnar sem Sigurður Rafnsson
bjó í, faðir Ingimundar.
Eigandi myndar: Kristveig Björnsdóttir.