Skagfirðingabók - 01.01.2014, Side 85

Skagfirðingabók - 01.01.2014, Side 85
YFIR ATLANTSHAFIÐ Í SKIPALEST 85 minn, og tók hann mér af mikilli vinsemd. Allt umhverfi um borð var harla framandi við fyrstu sýn, en Geir bryti gekk með mér um geymslur og vistarverur og leiddi mig í allan sannleika. Eftir lögskráningu fékk ég mér sjópoka og setti í hann sæng og kodda sem og nauðsynlegan fatnað og á tilteknum degi flutti ég um borð. Geir bryti vísaði mér á klefa uppi á lofti miðskips og voru þar tvær kojur, hvor yfir annarri. Kokkurinn sem deildi klefanum með mér hafði sett sitt hafurtask í efri koju svo að ég tók þá neðri. Í hverri koju var björgunarvesti sem menn skyldu alltaf hafa við höndina og helst sofa með. Annað atriði sem brytinn lagði áherslu á var að ekki mætti loka dyrum til fulls, heldur hafa hurð á krók sem kallað var. Þetta var varúðarráðstöfun, því ef skipið yrði fyrir árás, sem alltaf mátti búast við, gæti lokuð hurð setið föst í falsi og menn þá lokast inni. Ég byrjaði að vinna um borð síðustu dagana fyrir brottför. Var þá verið að taka á móti kosti, stafla birgðum í hillur og skápa og skorða þetta allt vel og vandlega. Naut ég tilsagnar Geirs bryta og einnig kokksins sem var Kristján Kristjánsson í fyrstu ferðinni, en síðan tók við starfinu Guðbjörn Guðjónsson sem oftast var kallaður Bubbi. Undir það síðasta sem við vorum í Reykjavík fylgdist ég með því, þegar hásetar og kyndarar voru að taka á móti kolum sem flutt voru um borð með krananum sem þá og lengi síðan stóð við höfnina. Haldið út á hafið BROTTFARARDAGURINN rann upp og þá komu margir um borð til að kveðja vini og vandamenn. Einkum voru þar margar konur með börn sem komu til að kveðja eiginmenn sína, sem vel gat orðið í síðasta sinn, því að Atlantshafið mátti heita allsherjar vígvöllur á þessum árum. Svo var gefið merki um að gestir færu í land, landgangurinn var tekinn upp og landfestar leystar. Gufuvélin byrjaði sín taktföstu slög og skipið seig hægt og rólega frá Faxagarðinum og sigldi síðan út milli rauðu og grænu ljósanna í litlu vitunum fremst á görðunum í hafnarmynninu. Á ytri höfninni bættust við fáein önnur skip ásamt breskum tundurspilli og vopnuðum togara og skyldi þessi litli floti sigla til Skotlands í fyrsta áfanga. Úti á Faxaflóa bætti í vind og gekk á með dimmum éljum. Skipið tók að velta dálítið, enda léttlestað. Ég var á þönum við ýmis störf með bryta og kokki og hafði ekkert hugleitt sjóveiki. En brátt þreyttist ég á að stíga ölduna sem ég varla kunni og skyndilega fann ég fyrir mikilli vanlíðan og ógleði. Loks lagðist ég út á lunninguna, kúgaðist góða stund og ældi svo ofan í hafið. Leið mér þá betur og fór til vinnu minnar í eldhúsi. Þar var Geir bryti og sá að ég var bæði fölur og fár. Spurði hann þá hvort ég væri sjóveikur og varð ég að játa það. Þessi samklippta mynd gefur hugmynd um ógnir þær sem grúfðu yfir sjómönnunum í skipalestunum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.