Skagfirðingabók - 01.01.2014, Blaðsíða 127

Skagfirðingabók - 01.01.2014, Blaðsíða 127
MINNINGABROT FRÁ BERNSKUTÍÐ 127 fyrir lítinn sveitamann, að koma í alla þá dýrð. Afi átti alltaf þegar nær dró jólum, slatta af eplum í strigapoka undir rúminu sínu, svo eplalyktin fyllti húsið, og þarna sá ég líka fyrst alvöru jólatré (grenitré) hjá Gísla frænda á Hótel Tindastóli. Ég man líka nokkur áramót á Króknum sem voru meiriháttar. Það var brenna, og apótekarinn skaut upp ógrynni af rakettum – og þá voru kínverjarnir og púðurkerlingarnar ekki aldeilis bannvara því mikið var skotið – og Ólafur afi var með alla vasa fulla af þessu og skemmti sér konunglega, en ég reyndi að bera mig mannalega þó ég væri pínulítið hræddur! ÞÓ HEFUR ÖNNUR, líklega enn eldri jólaminning, líka geymst í huga mínum: Ég fæ að fara með Ólafi afa upp í kirkju, snemma morguns. Hann er víst kirkjuvörður og þarf að leggja í ofninn og hita upp kirkjuna. Líka þarf að hreinsa og fægja ósköpin öll af lampaglösum, sem eru orðin sótug, og bæta olíu á lampana alla, þrífa þá og fægja. Ég má valsa um alla kirkjuna – meira að segja tala upphátt – sem má ekki í kirkjum. Fara upp á loft og kíkja niður, og meira að segja fara upp í turn. En ekki toga í klukkustrengina – það mátti bara hringjarinn. Litlum sveitadreng úr torfbæ finnst allt þetta vera með ævintýrablæ. Skrautið og litirnir nánast ótrúlegt, jafnvel óraunverulegt, miðað við torf- og viðarlitina heima í Tungu, týrurnar og skrautlausa lampana. Og svo liggur í loftinu einhver óttablandin dulúð, sem fylgir helgi þeirra athafna sem þarna fara fram. Nú kemur Rósant að hringja, og ég fæ að fara með upp í turn – og klukkurnar glymja, ógnarhátt! Lítill snáði, úr kyrrð og ró sveitarinnar, er smeykur við þessa yfirþyrmandi hljóma. Svo taka kirkju- gestir að streyma að. Fyrstur kemur Gísli gamli organisti [Gísli Magnússon], með hvítt postulaskegg, eins og stiginn út úr biblíumynd. Ísleifur Gíslason með snúna skeggið (eins og Vilhjálmur Þýska- landskeisari), sest alltaf á sama stað, við súluna, og syngur hátt og mikið. En að hann skuli þora að syngja svona hátt! Jóa Skel, með tárin í augunum, hniprar sig úti á bekksenda.1 Hún á víst ósköp bágt! Kristján gamli Blöndal, hóstandi og hóstandi, með óskaplega fallega litt glas í vasanum til að spýta í. Svona koma þeir, gömlu Króksararnir einn af öðrum, sem margir hverjir eru fast greyptir í minningu mína. Presturinn, séra Hálfdan Guðjónsson (pabbi Helga hálfa, sem var prakkari, og einn af stóru strákunum) fer inn í kórinn. Jón frændi [Jón Þ. Björnsson] les bænina og messan er hafin. – Í kirkjunni er heitt, og messan er löng – óskaplega löng – og lítið má gera sem gaman er að. Ekki einu sinni veiða fiskiflugur í glugganum! – Líklega er lítill kútur sofnaður áður en messunni lýkur. ÉG FÉKK LÍKA oft að vera dag og dag á Króknum á sumrin. Á vorin, þegar mikið var í ánni, myndaðist oft stór pollur fyrir framan Ólafsbæ, næstum upp að dyrum, og þar var oft gaman að leika sér. Einhverju sinni, þegar þannig stóð á, kom ég þar í spánnýjum vaðstígvélum, sem þá voru ekki á hverju strái og þóttu gersemar. Auðvitað þurfti ég að monta mig af gripunum, og var víst búinn að bera einhverja vini mína þarna yfir, 1 Jóa Skel er Jóhanna Kristjánsdóttir Scheel, sjá Skagfirskar æviskrár 1850–1890, VI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Skagfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.