Skagfirðingabók - 01.01.2014, Side 76

Skagfirðingabók - 01.01.2014, Side 76
SKAGFIRÐINGABÓK 76 sína. Atvikið á Holtastöðum gæti bent til þess. Hún sýndi sömu hörku þegar kom að hennar eigin erfðamálum. Þetta er ekki eina heimildin um að Þórunn á Grund væri umtalsill.67 En dómar gengu í Hofsmálum á Öxarárþingi bæði árin 1557 og 1559. Lyktir mála verða þær að Páli og Margréti er dæmd jörðin en ekki Þorbergi Bessasyni, sem þó hafði fengið Hof sem greiðslu frá Þórunni.68 Merkilegt er að allir þeir dómar sem falla í Hofsmálum vegna Páls og Margrétar grundvallast á því að Margrét hafi aldrei gefið samþykki sitt né jáyrði fyrir því að Páll seldi Jóni Arasyni Hof á sínum tíma. Lesa má út úr framangreindum skjölum að Margrét hafi haldið stíft á rétti sínum, viljað rifta samningum og ná tangarhaldi á Hofi á nýjan leik. Og samkvæmt Jónsbók hafði hún réttinn sín megin. Einnig er vel skiljanlegur samslátturinn sem verður milli Þórunnar og Margrétar. Hvorug gerist líkleg til að vægja og öllum ráðum er beitt. Deilurnar um Hof mögnuðust ekki upp fyrr en Jón biskup var fallinn frá, þess vegna er Þórunn svo sýnileg og kemur sjálf fram í heimildum, meðan Margrét er í skjóli eiginmanns og síðar sona. Um eftirhreytur Hofsmála má síðan lesa á víð og dreif í skjölum.69 Þórunn gafst ekki upp og hafði erindi sem erfiði á alþingi árið 1572. Þá tókst Jóni Jónssyni lögmanni að semja fyrir hennar hönd við þá Pálssyni, Erlend, Bjarna og Jón. Þá er líklegt að foreldrar þeirra hafi verið fallnir frá. Páll og Margrét koma að minnsta kosti ekki þar við sögu og bræðurnir guldu Þórunni til fullrar eignar jörðina Hof með öllum gögnum og gæðum. Jón lofaði á móti að niður falli öll ákæra, klögun og missætti sem milli Þórunnar og Páls hefði farið.70 Jón lögmaður lagði sjálfur til „af sínum eigin peningum vegna Þórunnar fyrsögðum sonum Páls Grímssonar, fyrir bón og tillögu Gunnars bónda Gíslasonar, jörðina Holt í Tjarnar- kirkjusókn fyrir 40 hundruð...“ Hér er um að ræða Gunnar bónda á Víðivöllum í Skagafirði sem giftur var Guðrúnu Magnúsdóttur bróðurdóttur Þórunnar. Greinilega er sterkur vilji til að setja niður deilurnar um Hof, og menn tilbúnir að fórna nokkru. „Þar með skyldi allt kvitt og klárt og niðurslegið hvað hvor um sig misþóknast hefði og hvorir öðrum hér eftir til gagns og góða vera.“71 Eigendasaga Hofs, eins og Magnús Björnsson leggur hana fram árið 1596, stenst því að mestu leyti. Magnús var ásamt Jóni bróður sínum aðalerfingi Þórunnar. Þess vegna féll Hof í hans hlut. Það féll einnig í hlut þeirra bræðra að deila um útjarðir Hofs en það er önnur saga. Ekki er vafi á að deilurnar um Hof hafa verið heiftúðugar. Guðbrandur biskup leggur orð í belg í bréfi til Orms lögmanns í janúar 1572. Hann segist 67 Guðbrandur biskup Þorláksson skrifar árið 1574 í bréfi til hennar, að hann hafi heyrt að hún tali illa um látna menn og tiltekur þar afa sinn, Jón Sigmundsson. Hann ávítar hana fyrir að ljúga upp á látna menn og bendir henni á, að djöfullinn sé faðir lyginnar (Bréfabók Guðbrands byskups Þorlákssonar, bls. 345–347). 68 ÍF XIII, bls. 215‒217 og ÍF XIII, bls. 421‒423. 69 Alþingisbækur Íslands I, bls. 69–70, 123–124, 127–128. 70 Alþingisbækur Íslands I, bls. 124. 71 Alþingisbækur Íslands I, bls. 125.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.