Skagfirðingabók - 01.01.2014, Side 16

Skagfirðingabók - 01.01.2014, Side 16
SKAGFIRÐINGABÓK 16 svo til, að hún varð sjálf stjúpa, er hún tók að sér sjö ára gamla dóttur hans og uppkominn son, sem þá var í stríðinu sem hermaður. Stjúpbörnum sínum reyndist hún með ágætum og arfleiddi þau síðar að öllum eignum sinum úti, en þær voru þónokkrar. Eftir stríðið var atvinnuleysi í Bretlandi og þá bjuggu þau hjónin um nokkurra ára skeið í Suður-Afríku. Maður hennar var byggingameistari, og hún vann við hjúkrun. Maður Bjargar dó árið 1965. Eftir að hún missti hann kom hún heim, en var það rótlaus, að hún gat ekki sest hér að. Hún var ýmist í Englandi, Bandaríkjunum hjá stjúpdóttur sinni, sem þar bjó, eða hér, þar til hún keypti hús í Hastings í Englandi og bjó þar til æviloka. Hún var heilsutæp síðustu árin, og enda þótt hún hefði hjúkrað á enskum spítölum mest alla ævi sína, kom hún samt heim til að fá bót meina sinna. Hún giftist aftur enskum manni, Harold Cox, þegar hún var 75 ára gömul, og tæpu ári seinna kom hún heim fársjúk. Hún var lögð á Landspítalann, en ekkert var unnt að gera henni til hjálpar. Hún dó vorið 1976. Hún lagði svo fyrir að líkið yrði brennt og askan flutt í Fell og sett í leiði foreldra hennar. Þá hafði hún búið fjarri Íslandi í rúm 50 ár. Ég var 12 ára þegar stjúpa mín kom. Ég tók henni mjög vel og fannst tilbreyting að fá unga konu á heimilið, enda kenndi ég í brjósti um hana fyrir að taka þetta heimili að sér, þar sem amma mín hafði ráðið svo lengi. Hún kom þarna með nýja siði, ólíka þeim sem áður voru, og heyrði ég vinnufólk tala um á stundum, að hún svæfi fram eftir á morgnana og væri nokkurskonar dúkka á heimilinu. Faðir minn var henni ævinlega nærgætinn og góður, þrátt fyrir sitt stóra skap, svo enginn þorði annað en að meta hana sem húsmóður, enda sómdi hún sér með prýði á svo gestkvæmu heimili. Hún bjó til góðan mat. Þá var þrímælt á heimilinu. Fyrst kaffi á morgnana, þá morgunmatur, brauð, grautur, skyr eða hræra, þá hádegiskaffi, heitur matur klukkan 3, fiskur, kjöt og kjötsúpa eða mjólkurgrautur. Eftirmiðdagskaffi var klukkan 6 og kvöldmatur klukkan 10, vanalega hræra og slátur eða smurt brauð. Allir borðuðu í ömmustofu, nema pabbi. Honum var færður matur í hans stofu, og þar borðuðu gestir. Hann borðaði aldrei með hinu fólkinu, en við krakkarnir snæddum með vinnufólkinu. Stjúpa mín sat ekki til borðs. Hún skammtaði matinn, en vinnukonur báru á borð. Í nánd við Fell voru þrjú kot, sem öll voru í byggð, þegar ég var barn, Minna- Fell, Kappastaðir og Fjall. Faðir minn átti Minna-Fell og Kappastaði, en amma mín Björg átti Fjall, en gaf föður mínum það í brúðargjöf þegar hann kvæntist aftur. Hún átti fleiri jarðir í Fljótum, því að hún var vel stæð kona. Á þessum kotum öllum voru fátækir leiguliðar, höfðu eina kú og nokkrar kindur. Þeir höfðu skiprúm hjá föður mínum upp á hlut, þegar mikill afli barst úr sjó. Leiguna eftir þessi kot greiddu þeir með dagsverkum um heyskapartímann. Þetta var fátækt fólk, en nægjusamt. Oft var ég send með kaffi, þegar kaffilaust var á kotunum, eða annað, sem vantaði, því að stjúpa mín var mjög greiðug og gaf miklu meira en tíðkaðist áður. Faðir minn sagði aldrei neitt við því, enda var það ekki hans máti að finna að við konu sína. Hann reyndist líka vel þessu fátæka fólki og hjúum, sem hjá honum unnu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.