Skagfirðingabók - 01.01.2014, Side 166
SKAGFIRÐINGABÓK
166
sagnagrein hafa fáir gefið gaum til
forna sem vera bar, og þeir sem lögðu
nokkra rækt við hana hafa oftast orðið
fyrir aðkasti og þó eru slíkar sagnir
jafnskilgetnar dætur þjóðarandans
sem bóksögurnar sjálfar sem enginn
hefur enn getað oflofað. Það má
fullyrða það að munnmælasögur hafi
fæðzt og myndazt í og með þjóðinni,
þær eru skáldskapur þjóðarinnar og
andlegt afkvæmi hennar öld eftir
öld og lýsa því betur en flest annað
hugsunarháttum hennar og venjum.6
Jón er með þessu að segja að sögurnar í
safni hans komi frá öllum landshlutum
Íslands því annars gætu þær varla verið
„skilgetnar dætur þjóðarandans.“ Það er
því verðug spurning að spyrja, hvaðan
komu þeir heimildamenn og skrásetjarar
sem fengu birtar sagnir í Íslenzkum
þjóðsögum og ævintýrum?
Jón Árnason og
skrásetjarar þjóðsagna
HJÁ JÓNI ÁRNASYNI og skrásetjurum hans
fór mikil vinna í að safna sögum sem gætu
sýnt á réttan hátt hver væri „skáldskapur
þjóðarinnar.“ Fyrst og fremst leitaði
Jón til ættingja sinna og vina, svo sem
foreldra og systkina, og bað það fólk um
að safna og skrá niður þjóðlegan fróðleik
fyrir sig.7 Til vina og kunningja Jóns
töldust auk þess margir prestar sem tóku
þátt í söfnuninni og tengslanetið var
stórt, eins og kemur fram í grein Terry
Gunnell sem fjallar um prestlærða menn
sem söfnuðu þjóðsögum.8 Mörg þeirra
sem hafa skrifað um söfnun Jóns tala
ekkert um hvaðan af landinu skrásetjarar
hans eða heimildamenn voru, og má
það teljast í anda formála Jóns sjálfs, að
sögurnar hafi verið „andlegt afkvæmi“
þjóðarinnar allrar.9
Ef grannt er skoðað má þó sjá að
dreifing heimildamanna eða skrásetjara
þjóðsagnanna yfir sýslur landsins var ekki
ýkja jöfn. Í töflu 1 hér að neðan má til að
mynda sjá að flestir skrásetjarar eru taldir
til Norður-Múlasýslu þegar safnið kom
út. Það má þó ekki gleymast að margir
skrásetjaranna voru prestar sem þjónuðu
í meira en einu prestakalli yfir ævina og
gátu þar af leiðandi tilheyrt fleiri en einni
sýslu. Þegar staðsetning skrásetjara var
mörkuð fyrir þessa töflu var miðað við þá
staði sem fólkið var kennt við í nafnaskrá
6. bindis þjóðsagnasafnsins, eða þá þann
stað sem það hefur líklega búið á þau ár
sem söfnunin átti sér stað. Þar verður þó
einnig að taka með í reikninginn að sumt
sem birtist í safninu var fengið úr gömlum
handritum löngu genginna manna.
Eins og áður var nefnt voru langflestir
skrásetjarar úr Norður-Múlasýslu, eða
líklega eins langt og komist varð frá
Jóni Árnasyni sem bjó í Reykjavík.10
Næst á eftir N-Múlasýslu fylgir Suður-
Þingeyjarsýsla, en Austur-Húnavatnssýsla
6 Jón Árnason, Íslenskar þjóðsögur og ævintýri, 1. bindi, 17.
7 Sjá tilvísun 4.
8 Terry Gunnell, Prestlærðir safnarar þjóðsagna á 19. öld, 598 og 601.
9 Sjá til að mynda: Gunnell, Prestlærðir safnarar þjóðsagna á 19. öld; Ólína Þorvarðardóttir, Þjóðsögur Jóns
Árnasonar?; auk hinna ýmsu formála í seinni tíma þjóðsagnasöfnum.
10 Reykjavík var látin hafa sér súlu í töflunni vegna þess að hún skiptist í raun á milli Kjósarsýslu og Gullbringusýslu
og myndin af dreifingu skrásetjara verður því réttari ef Reykjavík fær að vera ein á báti.