Skagfirðingabók - 01.01.2014, Blaðsíða 150
SKAGFIRÐINGABÓK
150
stjórnlaust fram af brúninni. Þar er fyrst
brött hrunbrekka en síðan þverhníptir
sjávarhamrar, samtals 20–30 metra
hæð. Margrét komst af vélinni ofarlega
í bakkanum og varð þar laus við hana.
Svo virtist á ummerkjum að hún hefði
komið niður með hælana á undan í
fjörumöl, sem var talsvert ísuð en laus í
sér svo að menn óðu í ökla þegar gengið
var eftir henni. Einnig fylgdi henni niður
talsverð snjódyngja og mun þetta hvort
tveggja hafa tekið af henni mesta höggið
í fallinu. Margrét slasaðist ótrúlega lítið,
öklabrotnaði og meiddist í baki. Má
kraftaverk heita að ekki fór verr við þessar
aðstæður.
Svo hagar til að ekki verður komist
niður í fjöruna á þessum stað, heldur
er eina leiðin, sæmilega fær, niður eftir
bröttu gili nokkur hundruð metrum utar
í bökkunum. Sigurður sonur Margrétar
var sem fyrr segir í fjörunni og horfði
á vélina koma niður og staðnæmast á
hvolfi. Honum varð fyrst fyrir að huga
að móður sinni en sá hana ekki í flakinu.
Von bráðar varð hann þó var við hana í
snjódyngju sem komið hafði niður rétt
við vélina. Var Margrét með fullu ráði og
rænu og eftir litla stund tók drengurinn
móður sína í fangið og bar hana norður
eftir ógreiðfærri fjörunni nokkur hundruð
metra vegalengd, út að gilinu áðurnefnda.
Strákurinn var fílhraustur eins og hann
á kyn til og ætlaði nú umsvifalaust að
bera móður sína upp eftir gilinu sem
var hálffullt af snjó og slæmt uppgöngu
við þær aðstærður. Margrét harðbannaði
honum að reyna þetta og hætti hann þá
við áformið.
Meðan þessu fór fram hljóp Brynjar
heim í Skefilsstaði og hringdi neyðar-
hringingu í sveitarsímann og tilkynnti
hvað orðið hefði. Dreif þá fljótlega að
sveitunga á vettvang. Jafnframt var kölluð
til björgunarsveit frá Sauðárkróki en
fyrirséð að það mundi taka hjálparmenn
töluverðan tíma að komast út að
Skefilsstöðum með búnað sinn innan af
Sauðárkróki.
Sigurþór Hjörleifsson, þá ráðunautur
hjá Búnaðarsambandi Skagafjarðar, var í
björgunarsveitinni en hafði verið þennan
dag ásamt Ragnari Eiríkssyni, öðrum
starfsmanni Búnaðarsambandsins, í starfs-
tengdum erindum að huga að hrossum
vestur í Pokafelli, nærri núverandi
Þverárfjallsleið. Voru þeir á heimleið á
vélsleða, komnir innundir Heiði, er þeir
mættu Hlöðveri Þórarinssyni bónda
á Lágmúla sem staddur hafði verið á
vélsleða í póstferð á Sauðárkróki er
honum bárust tíðindin af slysinu. Sneru
þeir þegar áleiðis út að Skefilsstöðum og
bættust þeir þremenningar í hóp þeirra
sem fyrstir komu að björgunarstarfinu.
Voru nokkrir nágrannar þá komnir á
slysstaðinn og þegar fjölgaði var tekið til
aðgerða að ná Margréti upp á bakkana,
en hún var í bráðri hættu í fjörunni vegna
sjógangs. Varð að ráði að koma hinni
Mynd frá vettvangi tekin daginn eftir slysið.
Ljósm.: Adolf Björnsson, rammi úr fréttamynd.