Skagfirðingabók - 01.01.2014, Síða 150

Skagfirðingabók - 01.01.2014, Síða 150
SKAGFIRÐINGABÓK 150 stjórnlaust fram af brúninni. Þar er fyrst brött hrunbrekka en síðan þverhníptir sjávarhamrar, samtals 20–30 metra hæð. Margrét komst af vélinni ofarlega í bakkanum og varð þar laus við hana. Svo virtist á ummerkjum að hún hefði komið niður með hælana á undan í fjörumöl, sem var talsvert ísuð en laus í sér svo að menn óðu í ökla þegar gengið var eftir henni. Einnig fylgdi henni niður talsverð snjódyngja og mun þetta hvort tveggja hafa tekið af henni mesta höggið í fallinu. Margrét slasaðist ótrúlega lítið, öklabrotnaði og meiddist í baki. Má kraftaverk heita að ekki fór verr við þessar aðstæður. Svo hagar til að ekki verður komist niður í fjöruna á þessum stað, heldur er eina leiðin, sæmilega fær, niður eftir bröttu gili nokkur hundruð metrum utar í bökkunum. Sigurður sonur Margrétar var sem fyrr segir í fjörunni og horfði á vélina koma niður og staðnæmast á hvolfi. Honum varð fyrst fyrir að huga að móður sinni en sá hana ekki í flakinu. Von bráðar varð hann þó var við hana í snjódyngju sem komið hafði niður rétt við vélina. Var Margrét með fullu ráði og rænu og eftir litla stund tók drengurinn móður sína í fangið og bar hana norður eftir ógreiðfærri fjörunni nokkur hundruð metra vegalengd, út að gilinu áðurnefnda. Strákurinn var fílhraustur eins og hann á kyn til og ætlaði nú umsvifalaust að bera móður sína upp eftir gilinu sem var hálffullt af snjó og slæmt uppgöngu við þær aðstærður. Margrét harðbannaði honum að reyna þetta og hætti hann þá við áformið. Meðan þessu fór fram hljóp Brynjar heim í Skefilsstaði og hringdi neyðar- hringingu í sveitarsímann og tilkynnti hvað orðið hefði. Dreif þá fljótlega að sveitunga á vettvang. Jafnframt var kölluð til björgunarsveit frá Sauðárkróki en fyrirséð að það mundi taka hjálparmenn töluverðan tíma að komast út að Skefilsstöðum með búnað sinn innan af Sauðárkróki. Sigurþór Hjörleifsson, þá ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Skagafjarðar, var í björgunarsveitinni en hafði verið þennan dag ásamt Ragnari Eiríkssyni, öðrum starfsmanni Búnaðarsambandsins, í starfs- tengdum erindum að huga að hrossum vestur í Pokafelli, nærri núverandi Þverárfjallsleið. Voru þeir á heimleið á vélsleða, komnir innundir Heiði, er þeir mættu Hlöðveri Þórarinssyni bónda á Lágmúla sem staddur hafði verið á vélsleða í póstferð á Sauðárkróki er honum bárust tíðindin af slysinu. Sneru þeir þegar áleiðis út að Skefilsstöðum og bættust þeir þremenningar í hóp þeirra sem fyrstir komu að björgunarstarfinu. Voru nokkrir nágrannar þá komnir á slysstaðinn og þegar fjölgaði var tekið til aðgerða að ná Margréti upp á bakkana, en hún var í bráðri hættu í fjörunni vegna sjógangs. Varð að ráði að koma hinni Mynd frá vettvangi tekin daginn eftir slysið. Ljósm.: Adolf Björnsson, rammi úr fréttamynd.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Skagfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.