Skagfirðingabók - 01.01.2014, Page 91

Skagfirðingabók - 01.01.2014, Page 91
YFIR ATLANTSHAFIÐ Í SKIPALEST 91 Íslendingabyggðum í Manitoba. Var hann þarna ásamt fleiri piltum af sömu slóðum og töluðu þeir jöfnum höndum ensku og íslensku. Varð þarna með okkur mikill fagnaðarfundur og hinir sjóliðarnir fluttu sig að okkar borði, svo að úr varð hið skemmtilegasta samkvæmi. Meðal annars sungum við saman „Nú er frost á fróni“ og fleiri ljóð, því að þeir kunnu heilmikið af íslenskum kvæðum. Var þetta upphafið að góðum kynnum við drengi þessa og vel man ég hversu glaður Páll Ólafsson varð, þegar ég færði honum Lestrarbók Sigurðar Nordals að gjöf. Þetta var einmitt bók sem hann vantaði, því að hann las bæði íslenskar sögur og ljóð sér til ánægju. Við töluðum um að hittast næst þegar við kæmum til Halifax, en ekkert varð úr því. Þá fréttum við frá öðrum vestur- íslenskum mönnum að allir þessir sjóliðar hefðu verið sendir eitthvert út í stríðið, og þegar svo er komið er alltaf óvíst hverjir snúa aftur. Að minnsta kosti sá ég engan þeirra framar. Haldið heimleiðis ÞANNIG LEIÐ tíminn í Halifax og brátt var lokið við að lesta skipið. Að síðustu var kostur tekinn um borð og einnig kol, svo við hefðum nóg af öllu til langrar útivistar. Síðan var látið úr höfn og sigldum við ásamt nokkrum öðrum skipum út á hafið. Þar fundum við brátt heilmikla skipalest sem kom sunnan frá Bandaríkjunum. Var síðan dólað austur yfir Atlantshafið og bar fátt til tíðinda. Urðum við hvorki fyrir árás kafbáta né flugvéla og þótti það vel sloppið. Að venju var verið að sprengja djúpsprengjur við og við með tilheyrandi gauragangi, því að þá töldu foringjarnir að orðið hefði vart við kafbáta óvinanna, þótt ekki létu þeir til skarar skríða. Eitt sinn var meira að segja gefin út tilkynning um að líklega hefði kafbáti óvinanna verið grandað, því að þá kom stór olíuflekkur á sjóinn. Á miðri leið gerði á okkur óveður með miklum stormi og olli slíkt talsverðri upplausn í skipalestinni. Við vorum með timburstafla á framdekkinu og átti það allt að vera tryggilega bundið. En svo reið ógurlegur hnútur yfir skipið og tætti sjórinn eitthvað af þessum farmi fyrir borð, svo að mikið gekk á. Við skildum við meginflotann við Skotland og sigldum ásamt fáeinum öðrum skipum til Loch Ewe, þar sem við biðum í nokkra daga áður en okkur var leyft að halda áfram til Íslands. Loks fengum við svo merki að við mættum fara, og sigldum við þá með einhverjum öðrum skipum og herskipum áleiðis heim og gekk allt vel. Síðustu daga ferðarinnar vorum við önnum kafnir við að gera hreint, skúra gólf og fægja kopar sem mikið var af um borð, því að allt þurfti að líta sem best út þegar heim Skipalest í Halifax árið 1942. Skipin söfn- uðust saman þar sem kallað var Bedford Basin og héldu þaðan af stað með hergögn og vistir til Bretlands eða Murmansk í Ráðstjórnarríkjunum, gjarnan með viðkomu í Hvalfirði.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.