Skagfirðingabók - 01.01.2014, Side 172

Skagfirðingabók - 01.01.2014, Side 172
SKAGFIRÐINGABÓK 172 burðar má geta þess að Jón Árnason einsamall er skráður fyrir ríflega 1.000 sögnum í safninu sínu. Það má þó ekki gleyma uppruna Jóns og orðum hans sem birtust hér í byrjun. Hann segir: „Á 5.–7. ári held eg hafi heyrt fyrst flestar þær þjóðsögur, sem frá minni hendi beinlínis standa í safninu.“16 Með tilliti til þess að fólk á Skaga (Skagafjarðarmegin) stundaði verslun á Skagaströnd a.m.k. fram til ársins 1848,17 má geta sér þess til að Jón hafi þekkt eitthvað af fólki þaðan og jafnvel numið af þeim sögur. Enn fremur var mikill samgangur milli Langadals í Húnavatnssýslu og Skagafjarðar og jafnvel svo að svæðin deildu afrétt á Eyvindarstaðaheiði18 og gera reyndar enn. Skilin milli sýslna voru þannig ekki svo skýr, og samfara oft á tíðum bágri heimildaskráningu safnara þjóðsagna er nánast ómögulegt að rekja fullkomlega uppruna sagna til heimildamanna. Þannig að enn hlýtur sú fullyrðing að halda sér, að mestur hluti sagnanna í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar sé kominn frá Reykjavík og vinum hans fyrir norðan. Þessi fjöldi heimildafólks úr Skagafirði er engu að síður athyglisverður. Misræmi á milli fjölda heimildamanna og sagna NÚ ÞEGAR HEFUR komið fram í greininni að fjöldi heimildamanna úr Skagafirði var mun meiri en úr öðrum sýslum, en tala sagna frá sama svæði getur ekki talist ýkja há. Ástæðan fyrir þessum fjölda heimildamanna á einu svæði getur verið að meirihluti þeirra var almúgafólk, en safnið átti eins og þekkt er að endurspegla sjálfa þjóðina, jafnvel þjóðarsálina. Ýmsar ástæður geta þó legið að baki misræminu milli fjölda fólksins og sagnanna og hér skal drepið á nokkrar þeirra. Í fyrsta lagi þá kröfðust 19. aldar menn ekki jafn mikillar nákvæmni í heimildaskráningu19 og tíðkast nú á dögum. Samræmi milli sagna og heimildamanna þeirra gæti því hafa gloprast niður. Jón Árnason fetaði auk þess í fótspor Grimms-bræðra með því að breyta ýmsu í sögnunum jafnframt því sem hann steypti þeim saman eftir hentugleikum.20 Gísli Konráðsson og Bólu-Hjálmar voru ennfremur til nokk- urra vandkvæða að áliti Guðbrands Vigfússonar og Jóns Árnasonar, saman- 51. Steinn Guðmundsson, Lambanesi 1815-1894 Ónefnd 1 52. Svanhildur Helgadóttir, Stað 1777-1843 Ónefnd 2 53. Sveinn Auðunarson, Skaga 1782-1866 Bóndi 9 54. Sveinn Pálsson, Barði, síðar Þangskála 1829-1875 Vinnumaður, síðar bóndi 7 55. Sveinn Sveinsson, Haganesi 1779-1858 Bóndi, hreppstjóri 1 56. Þóranna Þorsteinsdóttir, Syðra-Tungukoti 1794-1863 Ónefnd 1 Samtals: 333 16 Finnur Sigmundsson, Úr fórum Jóns Árnasonar, 9-10. 17 Kristmundur Bjarnason, Skagfirzkur annáll 1847-1947, 12. 18 Kristmundur Bjarnason, Skagfirzkur annáll 1847-1947, 69. 19 Sjá til að mynda vandræði J.Á. með Jón Borgfirðing: Finnur Sigmundsson, Úr fórum Jóns Árnasonar, 283. 20 Ólína Þorvarðardóttir, Þjóðsögur Jóns Árnasonar?, 246; 257.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.