Skagfirðingabók - 01.01.2014, Síða 172
SKAGFIRÐINGABÓK
172
burðar má geta þess að Jón Árnason
einsamall er skráður fyrir ríflega 1.000
sögnum í safninu sínu. Það má þó ekki
gleyma uppruna Jóns og orðum hans
sem birtust hér í byrjun. Hann segir: „Á
5.–7. ári held eg hafi heyrt fyrst flestar
þær þjóðsögur, sem frá minni hendi
beinlínis standa í safninu.“16 Með tilliti til
þess að fólk á Skaga (Skagafjarðarmegin)
stundaði verslun á Skagaströnd a.m.k.
fram til ársins 1848,17 má geta sér þess
til að Jón hafi þekkt eitthvað af fólki
þaðan og jafnvel numið af þeim sögur.
Enn fremur var mikill samgangur
milli Langadals í Húnavatnssýslu og
Skagafjarðar og jafnvel svo að svæðin
deildu afrétt á Eyvindarstaðaheiði18 og
gera reyndar enn. Skilin milli sýslna
voru þannig ekki svo skýr, og samfara
oft á tíðum bágri heimildaskráningu
safnara þjóðsagna er nánast ómögulegt
að rekja fullkomlega uppruna sagna til
heimildamanna. Þannig að enn hlýtur
sú fullyrðing að halda sér, að mestur
hluti sagnanna í þjóðsagnasafni Jóns
Árnasonar sé kominn frá Reykjavík og
vinum hans fyrir norðan. Þessi fjöldi
heimildafólks úr Skagafirði er engu að
síður athyglisverður.
Misræmi á milli fjölda
heimildamanna og sagna
NÚ ÞEGAR HEFUR komið fram í greininni
að fjöldi heimildamanna úr Skagafirði
var mun meiri en úr öðrum sýslum, en
tala sagna frá sama svæði getur ekki talist
ýkja há. Ástæðan fyrir þessum fjölda
heimildamanna á einu svæði getur verið
að meirihluti þeirra var almúgafólk, en
safnið átti eins og þekkt er að endurspegla
sjálfa þjóðina, jafnvel þjóðarsálina. Ýmsar
ástæður geta þó legið að baki misræminu
milli fjölda fólksins og sagnanna og hér
skal drepið á nokkrar þeirra.
Í fyrsta lagi þá kröfðust 19. aldar
menn ekki jafn mikillar nákvæmni
í heimildaskráningu19 og tíðkast nú
á dögum. Samræmi milli sagna og
heimildamanna þeirra gæti því hafa
gloprast niður. Jón Árnason fetaði auk
þess í fótspor Grimms-bræðra með því
að breyta ýmsu í sögnunum jafnframt
því sem hann steypti þeim saman eftir
hentugleikum.20 Gísli Konráðsson og
Bólu-Hjálmar voru ennfremur til nokk-
urra vandkvæða að áliti Guðbrands
Vigfússonar og Jóns Árnasonar, saman-
51. Steinn Guðmundsson, Lambanesi 1815-1894 Ónefnd 1
52. Svanhildur Helgadóttir, Stað 1777-1843 Ónefnd 2
53. Sveinn Auðunarson, Skaga 1782-1866 Bóndi 9
54. Sveinn Pálsson, Barði, síðar Þangskála 1829-1875 Vinnumaður, síðar bóndi 7
55. Sveinn Sveinsson, Haganesi 1779-1858 Bóndi, hreppstjóri 1
56. Þóranna Þorsteinsdóttir, Syðra-Tungukoti 1794-1863 Ónefnd 1
Samtals: 333
16 Finnur Sigmundsson, Úr fórum Jóns Árnasonar, 9-10.
17 Kristmundur Bjarnason, Skagfirzkur annáll 1847-1947, 12.
18 Kristmundur Bjarnason, Skagfirzkur annáll 1847-1947, 69.
19 Sjá til að mynda vandræði J.Á. með Jón Borgfirðing: Finnur Sigmundsson, Úr fórum Jóns Árnasonar, 283.
20 Ólína Þorvarðardóttir, Þjóðsögur Jóns Árnasonar?, 246; 257.