Skagfirðingabók - 01.01.2014, Qupperneq 11
ÆVIMINNINGAR
11
Kristínu. Faðir minn fór til Reykjavíkur
og keypti þar efni í nýtt timburhús,
og það varð fokhelt fyrir jól. Þetta hús
stendur enn (1977) og hefur verið búið í
því fram á þennan dag.
Í húsinu eru þrjár stofur á neðri hæð.
Ein stofan var kölluð ömmustofa, en þar
var rúm Bjargar ömmu minnar, sem fluttist
í Fell um þetta leyti og bjó þar síðan til
dauðadags. Annað rúm var í ömmustofu,
en þar sváfum við Björg systir mín saman.
Síðan var stofa föður míns, sem einnig var
borðstofa, enda mjög gestkvæmt í Felli.
Þar var skrifborð, þar sem hann geymdi
öll sín gögn, en hann var hreppstjóri í
36 ár og sýslunefndarmaður og oddviti á
tímabili. Fljótlega kom þar einnig símstöð
og póstafgreiðsla. Þriðja stofan var kölluð
stássstofa. Þar voru rauðar plussmublur,
hár skápur með skúffum og stór spegill
með litlu borði undir. Þennan spegil á
ég enn. Þessi stofa var notuð þegar heldri
menn komu í heimsókn, sýslumaður að
þinga og aðrir embættismenn. Þar voru
geymdir vindlar og vín, sem veitt var við
þessar gestakomur. Eldhús og búr voru
einnig á hæðinni. Eldað var á eldavél,
sem brenndi mó og timbri. Ofnar voru
í ömmustofu og pabbastofu, sem einnig
brenndu mó og timbri, en enginn í
stássstofunni. Þar var brjóstbirtan látin
duga.
Úr eldhúsinu var gengið upp á
loft, en þar var kvistherbergi, sem var
hjónaherbergi, og þrjú svefnherbergi, þ.e.
piltaherbergi, en þar svaf Sveinn bróðir
minn og vinnumenn, stúlknaherbergi,
þar sem vinnukonurnar sváfu, og gesta-
herbergi. Einnig var þar geymsla, sem
kölluð var dimmakompa, og önnur
geymsla. Kjallari steinsteyptur var undir
húsinu. Þar var geymd mjólk, súrmatur
og önnur matvæli, einnig eldiviður. Seinna
var byggður skúr við húsið fyrir reiðtygi
og amboð.
Á heimilinu voru venjulega þrír
vinnumenn og þrjár vinnukonur og
verkefni skorti ekki. Pabbi var mikill og
heppinn sjósóknari, og var alltaf róið
þegar gæftir voru. Hann var líka mikill
smiður bæði á tré og járn, enda smíðaði
hann skip sín og báta að mestu leyti
sjálfur. Minnisstæðast þessara skipa er
mér áttæringur, sem hét Farsæll, líklega
um 10 tonna skip. Rúff eða skýli var fram
í skipinu og eldavél þar í, svo sjómenn
gátu borðað þar inni við hlýju frá vélinni.
Aftur í var svo annað rúff, en minna
og aðeins notað til geymslu veiðarfæra
o.fl. Lifrarkassi var miðskips. Róið var
báðum megin með stórum árum þegar
logn var, en yfirleitt voru notuð segl.
Var þá slagað eða „krusað“ eins og sagt
var, þar til heimahöfn eða áfangastaður
náðist. Farsæll var gerður út frá Árósmöl.1
Farsæll var mikið happaskip, en það átti
fyrir honum að liggja, eins og öðrum, að
eldast. Pabbi seldi hann þá Poppsverslun
á Sauðárkróki og átti að nota hann til
uppskipunar á vörum. En margt fer
öðruvísi en ætlað er. Farsæli var lagt á
Sauðárkrókshöfn, en stuttu síðar kom
sunnan rok og sleit hann upp. Hann
rak út Skagafjörð þar til hann kom á
Árósmöl. Þar brotnaði hann í spón. Hann
var kominn heim.
Þeir sem voru með pabba á sjó, sögðu
að allt léki í höndum hans, þegar veður
voru vond, og þá sérstaklega stjórn
undir seglum. Skipin voru þá eins og
1 Árósmöl er við ós Hrolleifsdalsár, sem afmarkar land Fells að sunnan.