Skagfirðingabók - 01.01.2014, Qupperneq 30
SKAGFIRÐINGABÓK
30
Mývatnssveit. Bróðir Jóns var valinn til
að sækja okkur á hestum. Hann var mjög
forvitnislegur þegar hann athugaði mig og
sagði síðan við bróður sinn: „Ekki hefur
þú gengist fyrir fríðleikanum bróðir.“
Jón rak upp skellihlátur, en pilturinn
vildi bæta úr þessu og tuldraði, „Það er
kannski eitthvað varið í hana.“ Þetta voru
mín fyrstu kynni af tengdafólkinu. Við
fengum dásamlegt veður þennan dag og
Mývatnssveitin skartaði sínu fegursta,
þegar við komum þangað um kvöldið.
Jón var ekki alinn upp í Garði, en
fósturforeldrar hans voru á Hofsstöðum
og þangað fórum við fyrst og vorum þar
um nóttina. Fósturforeldrar Jóns hétu
Sigurður Guðmundsson og Anna Jóns-
dóttir. Þau voru barnlaus, en í sæmi-
legum efnum og kostuðu Jón í skóla,
það sem efni þeirra hrukku til. Annars
hefði hann aldrei átt kost á neinni
skólagöngu, því að hjónin í Garði áttu
mörg börn. Jón var annar í röðinni, en
Þura kom ári seinna. Þess vegna tóku þessi
hjón Jón í fóstur. Móðir Jóns var mjög
heilsutæp og átti börnin ört. Hún var
glæsileg kona, gáfuð, las mikið, en engin
búkona. Árni Jónsson, faðir hans, var
aftur á móti mjög duglegur bóndi og átti
fullt í fangi með að veita konu sinni góða
daga, en hann bar hana alltaf á höndum
sér.
Þegar við komum í Hofsstaði um
kvöldið, var þar mikill viðbúnaður að taka
á móti okkur. Borð var hlaðið með silungi
og eggjum, en þetta var um varptímann
og mikil eggjataka þarna. Fóstra Jóns,
Anna, var mjög vel verki farin og dugleg
og mikil tóskaparkona. Hún fór nú að
athuga föt Jóns og þegar hún sá sokka
hans sagði hún: „Guð hjálpi þér, Jonni
minn, hvernig þú hefur stagað í sokkana
þína,“ en þetta hafði ég stoppað af mestu
snilld og kunnáttu úr Kvennaskólanum.
Þarna fékk ég nú að vita, að ég var ekki
mikil, hvorki í sjón né raun.
Daginn eftir fórum við í Garð að
heilsa upp á foreldra Jóns. Guðbjörg
Stefánsdóttir, móðir hans, var ósköp
ánægð með menntun hans og talaði um
allt, sem að þeim málum laut, en Árni
bóndi talaði aftur á móti um búskapinn
og silunginn. Þura, systir Jóns, var þá
heima og sá um húsverkin fyrir móður
sína, sem las og skrifaði og lifði í sínum
skáldadraumórum. Þura í Garði var mjög
skemmtileg og glaðlynd. Þó að hún væri
góður hagyrðingur, var hún líka dugleg
til allra verka. Þau systkinin, Jón og hún,
voru lík með það.
Við vorum tvær vikur, ýmist á Hofs-
stöðum eða í Garði. Það var allt mögu-
legt gert fyrir okkur til skemmtunar. Við
fórum í Slútnes, Dimmuborgir, rerum
á vatninu, fórum í hólmana, sem voru
fullir af öndum og eggjum. Þetta var
sannkölluð Paradís á þessum tíma árs.
Allir dagar taka enda, og nú fórum við
að hugsa til heimferðar. Það voru engir
bílar á þessum tímum og við fórum á
hestum til Akureyrar og þaðan á bátum
og komum við á Dalvík og Hrísey.
Heima í Felli biðu þessi venjulegu
sveitastörf. Björg systir mín ætlaði til
Reykjavíkur um haustið til að læra ljós-
móðurfræði, og hún fékk verustað hjá
Jóni og Ásdísi að Laugavegi 20. Þó að við
Jón værum nú gift, gátum við ekki búið
saman þennan næsta vetur. Hann átti að
taka fyrri hluta í læknisfræði um vorið og
þurfti að lesa mikið til að ná því, en ég
var þá ófrísk og gat ekki haldið áfram að
kenna í Haganesvík. Ég var því heima í
Felli um veturinn, en hann fór suður um