Skagfirðingabók - 01.01.2014, Blaðsíða 196
SKAGFIRÐINGABÓK
196
5,20 kr. en hin 3,60 kr. Mikið af fiski,
fjalvið og öðru dóti bjargaðist og var
boðið upp. Segja mátti að margur
gerði þar góð kaup. Að vísu kom fljótt
í ljós að hinir máttarmeiri ætluðu sér
að gúkna yfir sem mestu af fiskinum.
En fyrir atbeina Jóns Sigurðssonar á
Illugastöðum, Guðmundar [Bergs-
sonar] á Þrasastöðum og fleiri góðra
manna var því afstýrt.
Fimm sinnum var haldið uppboð á
því sem bjargaðist og voru númerin
alls á annað þúsund. Fyrsta uppboðið
var 25. nóvember 1899. Var það
mest fiskur. Voru þá boðin upp 143
númer. Engir utansveitarmenn voru
þar viðstaddir svo að Fljótamenn sátu
einir að þessu uppboði. Voru þetta
um 26 lestir eða 380 kíló á bæ. Og
þegar við bættist björgunarhlutur
hvers manns þá varð þetta mikil björg
á hvert heimili. Í hverju númeri voru
250 kíló og var dýrasta númerið á
kr. 7,10 en það ódýrasta á 3,20 kr.
Meðalverð 3,90 kr. Það voru góð
matarkaup. Þetta var allt stórfiskur,
mjög vel verkaður og ágætur til átu.
Aftur á móti var sá fiskur sem náðist
ekki fyrr en sjór fór að ganga í skipið
ver útlítandi, en þó sæmilegur.
Þá voru boðin upp nokkur númer
af eplum. Voru 5 epli í hverju númeri.
Þau voru öll óskemmd. Dýrasta núm-
erið fór á 0,25 kr. en það ódýrasta á
0,05 kr. Meðalverð 0,15 kr. hvert
númer. Kartöflur voru og boðnar upp,
25 pund í hverju númeri. Fór það
dýrasta á 1,80 kr., það ódýrasta á kr.
1,45. Meðalverð var 1,62 kr. fyrir 25
pundin. Kol, 100 pund í númeri. Það
dýrasta var 1,60, það ódýrasta á 0,50;
meðalverð 1,05 kr. númerið.18
Hér þrýtur frásögn Hannesar en nokkru
má við bæta. Uppboðin urðu alls sex,
það síðasta var ekki haldið fyrr en 29.
mars 1900. Þá voru aðeins seld 29
númer, mest keðjur, blakkir og spil og
skipsskrokkurinn sjálfur í tvennu lagi,
þar sem Vilhelm Jónsson á Siglufirði
keypti afturhlutann á 42 krónur en Jósef
Jónsson í Haganesi, síðar bóndi á Máná,
keypti frampartinn á kr. 50. Ekki fer
sögum af því hvort þau kaup urðu þeim
að nokkru gagni.
Ljóst er af uppboðinu að öll þau
kynstur sem náðust þó úr skipinu með
mikilli fyrirhöfn fjölda manna seldust á
18 HSk 47a, 4to, bls. 135–136.
Hannes Hannesson á Melbreið.
Eigandi myndar: HSk.