Skagfirðingabók - 01.01.2014, Side 41
ÆVIMINNINGAR
41
gekk í héraðinu. Jón lá í henni um tíma,
en var svo lánsamur að lamast ekki. Næsta
barn, Sigurður, fæddist 6. október 1925
og Jón varð afar glaður að fá loksins strák
eftir að hafa eignast þrjár dætur. Fimmta
barn, Jódís, fæddist 12. október 1927,
sjötta barn, Árni, fæddist 2. apríl 1929,
og sjöunda barn, Sveinn, fæddist 24.
ágúst 1931. Þá veiktist ég alvarlega. Fékk
blóðtappa í lungu og var nær dauða en
lífi, en með sérlegri umönnun Jóns og
ljósmóðurinnar tókst mér að komast yfir
þetta.
Ljósmóðirin var Dýrleif Friðriksdóttir
frá Efri-Hólum. Hún lærði ljósmóður-
fræði og tók við embættinu af móður
sinni, Guðrúnu. Fyrsta konan, sem hún
var hjá, þá 20 ára gömul, var ég, en þá
átti ég mitt fjórða barn, Sigurð. Þá var ég
30 ára. Dýrleif var hjá mér í þetta sinn,
meðan ég var að komast til góðrar heilsu,
en það tók langan tíma. Hún tók á móti
öllum þeim börnum, sem ég átti eftir að
hún varð ljósmóðir og var alltaf hjá mér,
meðan ég lá á sæng og lengur, ef með
þurfti. Hún var mjög ánægjuleg ljósmóðir
og vel gerð á allan hátt og gott að hafa
hana hjá sér. Hún giftist seinna Daníel Á.
Daníelssyni lækni á Dalvík.
Eftir að ég fór að eiga börnin svona
ört var mikið umvélis á heimilinu. Við
þurftum stundum að hafa sjúklinga, sem
urðu að vera undir læknishendi, þó ekki
rúmliggjandi. Það var ekkert húsrúm til
þess eftir að fór að fjölga. Ég fékk strax
vinnukonu, þegar þriðja barnið fæddist,
og hafði stundum tvær stúlkur. Anna
fóstra Jóns sat nú við rokk sinn og spann
og prjónaði sokka á börnin. Hún var
aldrei höfð í erfiðisverkum, en tóskapur
Árni Jónsson, húsgagnasmiður og hönnuður.
Einkaeign.
Sigurður Jónsson, vélstjóri.
Einkaeign.