Skagfirðingabók - 01.01.2014, Side 32

Skagfirðingabók - 01.01.2014, Side 32
SKAGFIRÐINGABÓK 32 var veturinn, sem spanska veikin geisaði og kallaður var frostaveturinn mikli. Jón veiktist mjög alvarlega af spönsku veikinni, og vildi honum það til lífs, að hans áliti, að hann átti svona gott athvarf og að Björg systir mín, sem þá var komin í Ljósmæðraskólann, hjúkraði honum og gerði það af sinni meðfæddu nærgætni. Hún tók ekki veikina og var ein af fáum, sem gekk um að hjúkra ásamt Þórdísi, kunnri ljósmóður, sem bjó í sama húsi á Laugavegi 20. Það má segja, að þær færu ekki úr fötum þennan tíma. Daglega voru mörg dauðsföll og margir biðu við símann dauðhræddir við að heyra nöfnin, sem komu dag hvern í símanum. Ég var ein af þeim. Björg systir mín símaði heim í Fell, en þar var símstöð eins og áður sagði, að Jón lægi og hún gerði allt, sem hún gæti, að hjúkra honum. Það var ægilegt ástand í bænum, sérstaklega lagðist veikin þungt á vanfærar konur og dóu margar. Svo var kuldinn. Enginn var til að kynda ofnana. Í einu orði sagt neyðarástand. Það var komið á vörnum, svo veikin breiddist ekki út til Norðurlands. Svo mikið var frostið að ganga mátti út í Málmey frá Felli, sem var beint á móti eyjunni. Björg, amma mín, dó 19. apríl 1918, 83 ára gömul. Hún var mjög farin að heilsu, en aldrei rúmliggjandi. Það var ákaflega tómlegt, þegar hún var ekki lengur í ömmustofu. Mér fannst jafnvel klukkan slá öðruvísi, en það var klukkan, sem bjargaðist úr brunanum. Jón hafði nú fengið sæmilega heilsu eftir spönsku veikina og var kominn í prófið. Björg systir mín var búin að taka próf í ljósmóðurfræði. Ég beið eftir mínu fyrsta barni, sem fæddist 31. maí 1918. Það var stúlka. Jón var þá ekki búinn að ljúka sínum prófum, en sendi mér skeyti svohljóðandi: „Ég þakka þér fyrir stelpuna, kelli mín, hvað er hún þung o.s.frv.“ Björg var skipuð ljósmóðir í Fellshreppi, hún kom fyrr en Jón og var gott að fá hana, þó að ég væri búin að eiga barnið. Jón var í Felli um sumarið eins og fyrr, og var nú búinn með fyrri hluta læknis- fræðinnar. Hann fór suður um haustið, en ég var áfram í Felli með barnið. Jón var þá um tíma í Keflavík hjá Þorgrími Þórðarsyni lækni og las þar og hafði frítt uppihald og kaup. Þorgrímur var gamall og hafði oft læknanema sér til aðstoðar. Það voru einhver vandræði með eldivið í skólanum þennan vetur og var alls ekki gott útlit með framhald á þessu námi fyrir Jón. Hann var með barn í eftirdragi og engin námslán eða styrkir veittir. Svo var mikill hörgull á húsnæði fyrir fjölskyldur. Erfiðleikarnir byrjuðu ekki fyrr en barn hafði bæst við. Það var nógu erfitt fyrir að stunda þetta nám, sem er mjög langt og þungt, þó að Jón félli aldrei á prófi og væri harðduglegur. Þá var sumarvinnan ekki neitt til að uppihalda fjölskyldu. Þetta líf okkar hefur allt verið svo tilviljunarkennt, að mér liggur við að halda, að því hafi verið stjórnað af æðri máttarvöldum. Sigurður Guðmundsson, fóstri Jóns, hafði keypt handa Jóni hálfa jörðina Geirastaði í Mývatnssveit, ef hann vildi búa. Það var mikilsvert að hafa jarðnæði, því að allar jarðir í Mývatnssveit voru þröngsetnar, og enginn vildi fara þaðan. Jón var aftur á móti mjög tvíátta, hann langaði bæði til að búa og læra, því að hann var mjög námfús og las mikið. Þá var það tilviljun, sem skar úr um þetta. Hann veiktist svo illa af liðagigt að haustlagi eftir að hafa verið við slátt á blautum engjum, þá í kaupavinnu, að hann lá í rúminu meiri part vetrar. Þá kom fóstri hans til
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.