Skagfirðingabók - 01.01.2014, Side 17
ÆVIMINNINGAR
17
Þó var hann stjórnsamur, og aldrei
heyrði ég neinn hafa á móti boðum hans
og bönnum.
Faðir minn átti einnig nokkrar jarðir
í Fljótum, því að þá var siður að kaupa
jarðir, eins og nú eru keypt hús. Ég
man eftir þegar leiguliðar komu með
leiguna, en það voru gemlingar á vorin og
viss þyngd af smjöri, sem lagt var inn í
kaupstað.
Þegar faðir minn fór í kaupstað með
vörur, fékk hann sér ærlega í staupinu og
kom þá slompaður heim á sínum ágæta
reiðskjóta, sem virtist vita, hvernig hann
átti að bera húsbóndann. Ég sótti mjög í
að mæta honum, þegar hann var í þessu
ástandi, og hljóp á móti honum. Hann
tók þá í mig einhvers staðar og halaði mig
upp á hnakknefið og söng við raust þessa
vísu:
Mjög gerir mæna
móti pabba sín,
hún Valgerður væna,
Valgerður mín.
Faðir minn og stjúpa eignuðust fimm
börn, sem öll eru á lífi, Sigurlaugu, fædda
25. ágúst 1907, Jórunni Steinunni,
fædda 1. september 1910, Sigtrygg Pál,
fæddan 12. febrúar 1918, Rannveigu,
fædda 4. maí 1921 og Árna Jóhannes,
fæddan 18. júlí 1925.
Eins og áður sagði, veitti amma okkur
börnunum fyrstu tilsögn í lestri og skrift.
Síðar voru fengnir heimiliskennarar á
vetrum fyrir okkur börnin í Felli, og
börnin á næstu bæjum fengu að taka
þátt í kennslunni, þar sem húsakostur
var góður. Barnaskóli var byggður
fermingarárið mitt á Skálá. Þann skóla
byggði Jónas Jónsson, faðir Hermanns
Jónassonar síðar forsætisráðherra. Jónas
var bóndi og trésmiður góður. Hann bjó
að Syðri-Brekkum í Blönduhlíð. Þessi
skóli kom mér ekki að notum, en yngri
systkini mín voru þar.
Sá heimiliskennari, sem mér er
minnisstæðastur og kenndi mér undir
fermingu, hét Benedikt Guðmundsson
frá Húsavík. Hann hafði sérlega gott lag
á að láta okkur læra, var góður félagi,
lék við okkur og dansaði, sem var okkar
besta skemmtun. Það var alltaf til lítil
harmonika í Felli, sem einhver spilaði
á þessum kvöldskemmtunum. Svo
las Benedikt einnig upphátt fyrir allt
heimilisfólkið, m.a. Höllu og heiðarbýlið
eftir Jón Trausta, sem þá var nýkomið
út. Benedikt hvatti mig til að læra meira
en þann barnalærdóm, sem krafist
var til fermingar. Það var lestur, skrift
og einskonar tölur, þ.e. samlagning,
Jóhannes Sveinsson frá Felli með harmoniku
sína, hálfbróðir Valgerðar.
Ljósm.: Sveinn Jónsson