Skagfirðingabók - 01.01.2014, Side 136

Skagfirðingabók - 01.01.2014, Side 136
SKAGFIRÐINGABÓK 136 Ásmundur á Bjarnastöðum, eiginmað- ur Kristínar Þorkelsdóttur, var Jónsson bónda á Þönglaskála, Ásmundssonar. Í Guðrúnarþætti ljósmóður var leitt að því getum að Guðrún hefði ung farið vinnukona að Þönglaskála og fallið í hrösun þar með Jóni bónda, en þetta er náttúrlega tilhæfulaust úr því að Guðrún var ekki móðir Ásmundar heldur tengdamóðir! Guðrún hefur hins vegar farið ung í vist að Bakka í Viðvíkursveit, til Þorkels Ólafssonar og konu hans, Bjargar Sveinsdóttur. Nokkur kynni voru með þeim Þorkatli og Ólafi kleinsmið, föður Guðrúnar, því að feður þeirra, Ólafur bryti og Jón Jónsson, smiður og fyrrverandi lögréttumaður á Urðum í Svarfaðardal, voru að einhverju leyti samtíða á Hólum í þjónustu Steins biskups Jónssonar. Ólafur kleinsmiður var jarðsettur á Miklabæ í Blönduhlíð 21. mars 1761 og svo virðist sem Þorgerður kona hans hafi burtkallast um svipað leyti. Guðrún dóttir þeirra hefur því að líkindum farið að Bakka í fardögum 1761. Í kirkjubók Rípurprestakalls 1756-1784 eru 11 manns skráðir til heimilis á Bakka við húsvitjun þar árið 1762, þar á meðal Gísli Einarsson, 28 [ára], „þénar í vist“, og Guðrún Ólafs- dóttir, 16 [ára], „fróm og skörp, confirm 1759“.1 Í Guðrúnarþætti taldi ég hana fædda um 1752, en samkvæmt þessu er efunarlaust að hún var fædd 1746 eða e.t.v. ári fyrr. Árið 1765 er þetta skráð í Kirkjubók Rípurprestakalls: „Þann 30. Maj skírð Guðrún Gísladóttir Einarssonar og Guð- rúnar Ólafsdóttur smiðs á Bakka laun- 1 Þar er þá einnig til heimilis Ingunn Ólafsdóttir sem síðar átti Jessa Þórðarson bónda á Læk í Viðvíkursveit. Í fljótu bragði mætti virðast sem hér sé ljóslifandi komin Ingunn systir Guðrúnar ljósmóður, sem þó er sögð hafa verið ógift og barnlaus í Ættatölubókum Jóns Espólíns (6564), einkanlega þegar þess er gætt að svaramaður hennar þegar hún giftist Jessa, 7. nóvember 1774 í Viðvíkurkirkju, var „Sr. Snorri Björnsson eftir bón hennar elskulegs bróðurs Mr. Jóns Ólafssonar“ (Kirkjubók Rípurprestakalls 1756–1784). Elsti bróðir Guðrúnar hét einmitt Jón og mannaðist nógu vel til að rísa undir monsjörstitlinum. Þegar betur er að gáð fær þessi tilgáta þó naumast staðist. Við húsvitjanir á Læk er aldur Ingunnar ítrekað talinn sem hún hefði verið fædd 1727, um það bil áratug áður en foreldrar Guðrúnar hófu búskap. Þetta er þó ekki afgerandi, enda skeikar oft miklu um aldur fólks í eldri heimildum, og auk þess gæti Ingunn hafa verið óskilgetin dóttir Ólafs kleinsmiðs fyrir hjónaband þótt Espólín missti að geta þess. Annað vegur hér þyngra, nefnilega að Jón bróðir Guðrúnar var ekki á landinu þegar Ingunn og Jessi giftust. Að sögn Espólíns (6563) var Jón ,,smiður hjá Bjarna sýslumanni Halldórssyni á Þingeyrum, síðan við mylnuverk í Kaupmannahöfn 9 ár, kom inn [þ.e. út] með Þorláki Ísfjörð“. Þorlákur, sem síðar varð sýslumaður Sunnmýlinga, kom heim frá Kaupmannahöfn 1776 og hefur Jón Ólafsson því verið í Kaupmannahöfn 1767–1776. Vera má að Jón hafi skrifað séra Snorra frá Höfn og beðið hann að vera svara- maður Ingunnar systur sinnar en líklegt getur það ekki talist.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.