Skagfirðingabók - 01.01.2014, Side 136
SKAGFIRÐINGABÓK
136
Ásmundur á Bjarnastöðum, eiginmað-
ur Kristínar Þorkelsdóttur, var Jónsson
bónda á Þönglaskála, Ásmundssonar. Í
Guðrúnarþætti ljósmóður var leitt að
því getum að Guðrún hefði ung farið
vinnukona að Þönglaskála og fallið í
hrösun þar með Jóni bónda, en þetta
er náttúrlega tilhæfulaust úr því að
Guðrún var ekki móðir Ásmundar heldur
tengdamóðir! Guðrún hefur hins vegar
farið ung í vist að Bakka í Viðvíkursveit, til
Þorkels Ólafssonar og konu hans, Bjargar
Sveinsdóttur. Nokkur kynni voru með
þeim Þorkatli og Ólafi kleinsmið, föður
Guðrúnar, því að feður þeirra, Ólafur bryti
og Jón Jónsson, smiður og fyrrverandi
lögréttumaður á Urðum í Svarfaðardal,
voru að einhverju leyti samtíða á Hólum í
þjónustu Steins biskups Jónssonar.
Ólafur kleinsmiður var jarðsettur á
Miklabæ í Blönduhlíð 21. mars 1761
og svo virðist sem Þorgerður kona hans
hafi burtkallast um svipað leyti. Guðrún
dóttir þeirra hefur því að líkindum farið
að Bakka í fardögum 1761. Í kirkjubók
Rípurprestakalls 1756-1784 eru 11 manns
skráðir til heimilis á Bakka við húsvitjun
þar árið 1762, þar á meðal Gísli Einarsson,
28 [ára], „þénar í vist“, og Guðrún Ólafs-
dóttir, 16 [ára], „fróm og skörp, confirm
1759“.1 Í Guðrúnarþætti taldi ég hana
fædda um 1752, en samkvæmt þessu er
efunarlaust að hún var fædd 1746 eða
e.t.v. ári fyrr.
Árið 1765 er þetta skráð í Kirkjubók
Rípurprestakalls: „Þann 30. Maj skírð
Guðrún Gísladóttir Einarssonar og Guð-
rúnar Ólafsdóttur smiðs á Bakka laun-
1 Þar er þá einnig til heimilis Ingunn Ólafsdóttir sem síðar átti Jessa Þórðarson bónda á Læk í Viðvíkursveit. Í
fljótu bragði mætti virðast sem hér sé ljóslifandi komin Ingunn systir Guðrúnar ljósmóður, sem þó er sögð hafa
verið ógift og barnlaus í Ættatölubókum Jóns Espólíns (6564), einkanlega þegar þess er gætt að svaramaður
hennar þegar hún giftist Jessa, 7. nóvember 1774 í Viðvíkurkirkju, var „Sr. Snorri Björnsson eftir bón hennar
elskulegs bróðurs Mr. Jóns Ólafssonar“ (Kirkjubók Rípurprestakalls 1756–1784). Elsti bróðir Guðrúnar hét
einmitt Jón og mannaðist nógu vel til að rísa undir monsjörstitlinum. Þegar betur er að gáð fær þessi tilgáta þó
naumast staðist. Við húsvitjanir á Læk er aldur Ingunnar ítrekað talinn sem hún hefði verið fædd 1727, um það
bil áratug áður en foreldrar Guðrúnar hófu búskap. Þetta er þó ekki afgerandi, enda skeikar oft miklu um aldur
fólks í eldri heimildum, og auk þess gæti Ingunn hafa verið óskilgetin dóttir Ólafs kleinsmiðs fyrir hjónaband
þótt Espólín missti að geta þess. Annað vegur hér þyngra, nefnilega að Jón bróðir Guðrúnar var ekki á landinu
þegar Ingunn og Jessi giftust. Að sögn Espólíns (6563) var Jón ,,smiður hjá Bjarna sýslumanni Halldórssyni á
Þingeyrum, síðan við mylnuverk í Kaupmannahöfn 9 ár, kom inn [þ.e. út] með Þorláki Ísfjörð“. Þorlákur, sem
síðar varð sýslumaður Sunnmýlinga, kom heim frá Kaupmannahöfn 1776 og hefur Jón Ólafsson því verið í
Kaupmannahöfn 1767–1776. Vera má að Jón hafi skrifað séra Snorra frá Höfn og beðið hann að vera svara-
maður Ingunnar systur sinnar en líklegt getur það ekki talist.