Skagfirðingabók - 01.01.2014, Blaðsíða 73
AF ÞÓRUNNI JÓNSDÓTTUR OG HRAFNI BRANDSSYNI
73
viðhorfum alþýðu manna sem reyndust
lífseig. Helgimyndir voru brotnar og
kirkjur lentu í meiri niðurníðslu en áður
hafði þekkst.46 Og hvað átti fólk að fá í
staðinn fyrir dýrlingamyndir, bænir og
helgiljóð? Þrátt fyrir skrif hinna hörðu
liðsmanna lúterskunnar telur Vilborg
Auður Ísleifsdóttir að íslenska kirkjan
hafi í raun verið umburðarlynd og að
siðbreytingin hafi verið langt ferli sem
komst á með töfum.47
Lára Magnúsardóttir segir í bók sinni
Bannfæring og kirkjuvald á Íslandi söguna
um Sesselju Loftsdóttur eða „Hamra-
Settu“ og telur hana endurspegla þær
stjórnarfarsbreytingar sem urðu við
siðaskiptin og viðbrögð almennings við
þeim. Sesselja var dæmd til dauða fyrir
morð og öll líkindi til að dómnum hafi
verið framfylgt. Þetta gerðist í umdæmi
Skálholtsbiskups rétt eftir siðaskipti. Í
þjóðsögunni um Hamra-Settu kemst
glæpakonan hins vegar í Skálholtskirkju,
nær að grípa um altarishornið og bjargar
þar með lífi sínu. Biskupinn ber ábyrgð
á lífi hennar, getur bjargað henni og
gerir það. Í raunveruleikanum gerir
hann það ekki. Almenningi er brugðið
við dauðadóminn og þjóðsagan túlkar
viðbrögðin.48 Alþýða manna var ekki
búin undir svo mikla kollsteypu sem
siðbreytingin var og aðlögunin tók
langan tíma.
Páll Eggert telur að fornbréfin þrjú, þar
sem minnst er á þennan litla dreng, sanni
ótvírætt að hann hafi verið til. Hann
telur erfðaskrána rétta og því augljóst að
Þórunn og Hrafn hafi átt barn saman.
Það hafi verið fætt áður en faðir þess dó
og hlotið skírn „en skírn var í þá daga og
lengi skilyrði fyrir erfðarétti.“49 Um það
segir greinilega í Jónsbók: „og þá tekur
barn arf eftir föður sinn og aðra menn
að það sé getið en eigi fætt ef það kemur
með lífi í ljós og verður skírt.“50
Með nokkurri vissu má slá því föstu,
að Þórunn Jónsdóttir hefur misst ungt
barn, og sjálf hefur hún verið ung að árum
þegar það gerðist eða innan við tvítugt.
Barnsmissir er alltaf áfall og áföll setja
gjarnan svip sinn á líf manna. Hversu
mikil áhrif þessi atburður hefur haft á
Þórunni Jónsdóttur er ekki nokkur leið
að gera sér grein fyrir nú. En sálfræðin
segir okkur að missir á einu sviði getur
rekið fólk til að bæta sér það upp á öðrum
sviðum. Þarna er ef til vill kominn einn
hvatinn með öðrum sem dreif áfram
auðsöfnun Þórunnar á Grund.
Hofsmál
SEM FYRR SEGIR voru deilurnar um
Hof á Höfðaströnd langvinnar. Í jarða-
kaupabréfinu frá árinu 1528, þar sem Jón
biskup selur Hrafni tengdasyni sínum
Hof, með útjörðum, er eftirfarandi
klausa: „fékk greindur Hrafn lögmann
Þórunni kvinnu sinni til fullrar eignar
Hof, með þeim tilgreindu peningum
sem tilheyra upp á réttan reikning, fyrir
þá peninga sem hún átti í hans garði.“51
46 Vilborg Auður Ísleifsdóttir, 1997, bls. 315.
47 Sama heimild, bls. 317.
48 Lára Magnúsardóttir, 2007, bls. 464–468.
49 Páll Eggert Ólason, 1919, bls. 110.
50 Jónsbók, 2004, bls. 127.
51 ÍF IX, bls. 449.