Skagfirðingabók - 01.01.2014, Side 73

Skagfirðingabók - 01.01.2014, Side 73
AF ÞÓRUNNI JÓNSDÓTTUR OG HRAFNI BRANDSSYNI 73 viðhorfum alþýðu manna sem reyndust lífseig. Helgimyndir voru brotnar og kirkjur lentu í meiri niðurníðslu en áður hafði þekkst.46 Og hvað átti fólk að fá í staðinn fyrir dýrlingamyndir, bænir og helgiljóð? Þrátt fyrir skrif hinna hörðu liðsmanna lúterskunnar telur Vilborg Auður Ísleifsdóttir að íslenska kirkjan hafi í raun verið umburðarlynd og að siðbreytingin hafi verið langt ferli sem komst á með töfum.47 Lára Magnúsardóttir segir í bók sinni Bannfæring og kirkjuvald á Íslandi söguna um Sesselju Loftsdóttur eða „Hamra- Settu“ og telur hana endurspegla þær stjórnarfarsbreytingar sem urðu við siðaskiptin og viðbrögð almennings við þeim. Sesselja var dæmd til dauða fyrir morð og öll líkindi til að dómnum hafi verið framfylgt. Þetta gerðist í umdæmi Skálholtsbiskups rétt eftir siðaskipti. Í þjóðsögunni um Hamra-Settu kemst glæpakonan hins vegar í Skálholtskirkju, nær að grípa um altarishornið og bjargar þar með lífi sínu. Biskupinn ber ábyrgð á lífi hennar, getur bjargað henni og gerir það. Í raunveruleikanum gerir hann það ekki. Almenningi er brugðið við dauðadóminn og þjóðsagan túlkar viðbrögðin.48 Alþýða manna var ekki búin undir svo mikla kollsteypu sem siðbreytingin var og aðlögunin tók langan tíma. Páll Eggert telur að fornbréfin þrjú, þar sem minnst er á þennan litla dreng, sanni ótvírætt að hann hafi verið til. Hann telur erfðaskrána rétta og því augljóst að Þórunn og Hrafn hafi átt barn saman. Það hafi verið fætt áður en faðir þess dó og hlotið skírn „en skírn var í þá daga og lengi skilyrði fyrir erfðarétti.“49 Um það segir greinilega í Jónsbók: „og þá tekur barn arf eftir föður sinn og aðra menn að það sé getið en eigi fætt ef það kemur með lífi í ljós og verður skírt.“50 Með nokkurri vissu má slá því föstu, að Þórunn Jónsdóttir hefur misst ungt barn, og sjálf hefur hún verið ung að árum þegar það gerðist eða innan við tvítugt. Barnsmissir er alltaf áfall og áföll setja gjarnan svip sinn á líf manna. Hversu mikil áhrif þessi atburður hefur haft á Þórunni Jónsdóttur er ekki nokkur leið að gera sér grein fyrir nú. En sálfræðin segir okkur að missir á einu sviði getur rekið fólk til að bæta sér það upp á öðrum sviðum. Þarna er ef til vill kominn einn hvatinn með öðrum sem dreif áfram auðsöfnun Þórunnar á Grund. Hofsmál SEM FYRR SEGIR voru deilurnar um Hof á Höfðaströnd langvinnar. Í jarða- kaupabréfinu frá árinu 1528, þar sem Jón biskup selur Hrafni tengdasyni sínum Hof, með útjörðum, er eftirfarandi klausa: „fékk greindur Hrafn lögmann Þórunni kvinnu sinni til fullrar eignar Hof, með þeim tilgreindu peningum sem tilheyra upp á réttan reikning, fyrir þá peninga sem hún átti í hans garði.“51 46 Vilborg Auður Ísleifsdóttir, 1997, bls. 315. 47 Sama heimild, bls. 317. 48 Lára Magnúsardóttir, 2007, bls. 464–468. 49 Páll Eggert Ólason, 1919, bls. 110. 50 Jónsbók, 2004, bls. 127. 51 ÍF IX, bls. 449.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.