Skagfirðingabók - 01.01.2014, Qupperneq 20
SKAGFIRÐINGABÓK
20
Mér var komið fyrir hjá frú Elínu
Briem á Sauðárkróki, sem var þá ekkja
eftir Stefán Jónsson faktor, föður Jóns
Stefánssonar listmálara. Þau höfðu bæði
verið gift áður og áttu ekki börn saman.
Eftir lát Stefáns keypti frú Elín hús fyrir
sig og frænda sinn og fósturson, Sæmund
Helgason, síðar póstfulltrúa í Reykjavík.
Frú Elín var þjóðkunn kona, m.a. fyrir
Kvennafræðarann (1889), sem var fyrsta
matreiðslubók, sem gefin var út á Íslandi,
að ég held.
Í heimili hjá frú Elínu þennan vetur
var Kristín Jónsdóttir, frænka mín og
fóstursystir, og föðuramma hennar, Anna
Guðmundsdóttir. Eins og áður hefur
verið sagt frá, fluttist Kristín með móður
sinni eftir brunann í Felli til Ameríku,
en þar var amma hennar búsett. Kristín
gekk í skóla í Winnipeg og fermdist þar.
Skömmu eftir ferminguna dó móðir
hennar. Kristín fluttist þá ásamt ömmu
sinni og föðurbróður til Íslands. Anna,
amma Kristínar, var mikil vinkona frú
Elínar Briem. Hún var fjörgömul, þegar
hún kom heim, og sérlega elskuleg kona.
Elín tók hana upp á sína arma ásamt
Kristínu, og þær fóru til hennar. Anna
hafði sér íbúð uppi og okkur fannst
gott að koma til hennar. Hún átti alltaf
eitthvað gott handa okkur.
Stefanía Erlendsdóttir vinkona mín
fékk líka að vera þarna þennan vetur.
Hún var dóttir Erlendar Pálssonar faktors
í Grafarósi, sem þá var verslunarstaður.
Við Stefanía fengum fína stofu með
grænum plussmublum. Það voru rauðar
plussmublur í fínni stofunni. Sæmundur
hafði minna herbergi, og frú Elín sitt
herbergi með hjónarúmi. Kristín frænka
mín svaf í húsbóndarúminu. Hún var frú
Elínu til aðstoðar á heimilinu og matreiddi
ofan í okkur þessa þrjá unglinga, sem
vorum öll mjög matgírug, og hélst henni
illa á öllum mat, sem okkur geðjaðist að.
Við Stefanía fórum oft fram í eldhús
eftir háttatíma og stálum rúsínum og
sveskjum. Við fengum bágt fyrir þetta
Sauðárkrókur um það leyti sem Valgerður var þar við saumanám 1912–1913.
Eigandi myndar: HSk.