Skagfirðingabók - 01.01.2014, Side 57
ÆVIMINNINGAR
57
og mikil ánægja með hann bæði fyrr
og síðar. Næst var að fá farartæki. Það
var ekki auðvelt á þessum árum, því að
þetta var á skömmtunartímabilinu. Ég
vissi að bændur fengu jeppa og Hjalti
Björnsson heildsali, sem verið hafði með
mér á Sauðárkróki í unglingaskóla, hafði
með þessa jeppasölu að gera, ásamt Páli
Einarssyni í Stilli. Ég fór nú að manga til
við Hjalta og sagði honum að hann ætti
að útvega mér jeppa, ég gæti bara látist
vera bóndi. Hjalti, sem var líka sveitungi
minn, tók þessu bara vel og af tilviljun gat
hann útvegað mér jeppa, ágætis farartæki.
Strákarnir mínir tóku allir bílpróf og
nú varð allt á fleygiferð á þessum jeppa,
bæði til Þingvalla, eins til Norðurlands á
sumrin í sumarfríum. Ég ferðaðist mikið
með krökkunum og naut þess eins og þau.
Þessi jeppi kostaði 15 þúsund krónur og
ég borgaði hann ein. Svo keypti ég bát
ágætan með utanborðsmótor til að fara á
vatnið. Þetta var mikil útgerð og gleðiauki
fyrir fjölskylduna.
Eftir einangrunina á Kópaskeri fór
ég nú að skemmta mér af lífi og sál.
Það voru tvö heimili, sem ég umgekkst
aðallega og mikið, Sveins Þórarinssonar
listmálara og hans ágætu konu Karen
Agnete, og vinkonur mínar í Baldursbrá.
Við stofnuðum spilaklúbb fjórar, þ.e.
Kristín frænka mín, Ingibjörg Eyfells,
Karen Agnete og ég. Við spiluðum bridge
einu sinni í viku hver hjá annarri allan
veturinn og Sveinn Þórarinsson keyrði
okkur á milli. Hann var alltaf jafn góður
og glaður eins og kona hans hafði komist
að orði. Ég gekk í Húsmæðrafélagið og
kvennadeild Slysavarnafélagsins og gerði
allt mér til skemmtunar. Ég notaði arðinn
af prjónastofunni til að gera mér lífið
glatt.
Við Kristín frænka mín í Baldursbrá
fórum til Englands. Frænka okkar, Sigrún,
sem nú bjó í Edinborg, bauð okkur til sín.
Kristín talaði ensku eins og innfædd, svo
það var gott að ferðast með henni. Þetta
var mér líkt og ævintýri. Princess Street,
blómaklukkan og allt það sem ég sá þar í
fyrsta sinn, var alveg dásamlegt, og þá má
ekki gleyma búðargluggunum og öllum
fatnaðinum í þeim eftir alla vöruþurrðina
Willys-jeppi Valgerðar, R-4862,
á hlaðinu á Höfða sumarið
1951. Sá sem dælir í dekk er
Bragi Stefánsson frá Brekku í
Presthólahreppi. Bak við hann
grillir í son Valgerðar, Svein
Jónsson, sitjandi að sýsla við
slöngu. Sitjandi drengur er Jón
Ólafsson, dóttursonur Valgerðar.
Stúlkur sem fylgjast með eru
Rannveig Pálmadóttir frá
Reykjavík, Þóra Antonsdóttir
heimasæta og Þórleif Alexanders-
dóttir frá Siglufirði.
Ljósm.: Sveinn Jónsson.