Skagfirðingabók - 01.01.2014, Qupperneq 67
AF ÞÓRUNNI JÓNSDÓTTUR OG HRAFNI BRANDSSYNI
67
Þorlákssonar til þess að orð og gerðir
Þórunnar hafi haft vægi.8 Hún hélt fast
á sínu, það kemur víða fram og skýrast
þegar hún á efri árum lenti í hörðum
deilum vegna eigin erfðamála.
Við leit heimilda um Þórunni
Jónsdóttur á Grund eru fornbréfin og
aðrar samtímaheimildir í forgrunni.
Vegna eðlis síns og þjóðfélagslegrar
stöðu Þórunnar hafa þessar heimildir
varðveist. Hér er einvörðungu fjallað um
þann tíma sem Þórunn er sannanlega í
Skagafirði, hjónaband hennar og Hrafns
lögmanns Brandssonar og deilurnar um
Hof á Höfðaströnd.
Gifting til fjár
HRAFN BRANDSSON lögmaður yngri
var stórættaður svo að vel dugði
biskupsdóttur. Hrafn var sonur séra
Brands Hrafnssonar príors á Skriðu-
klaustri9 og þar áður prests í Vopnafirði,
en hann var sonur Hrafns Brandssonar
lögmanns eldra. Faðir Hrafns eldra var
Brandur Halldórsson á Barði í Fljótum
sem var einn votturinn að brúðkaupi
Sigríðar Björnsdóttur og Þorsteins
Ólafssonar í Hvalsey á Grænlandi árið
1408. Hvalseyjarbréfin eru síðustu
þekktu skriflegu heimildirnar um búsetu
norrænna manna á Grænlandi.10 Kona
Hrafns eldra var Margrét Eyjólfsdóttir
riddara, Arnfinnssonar riddara, Þor-
steinssonar hirðstjóra frá Urðum í Svarf-
aðardal. Systkini séra Brands príors á
Skriðuklaustri voru Snjólfur sýslumaður
í Múlasýslu og Solveig (d. 1562) abbadís
á Reynistað í Skagafirði.11 Þau systkini
koma bæði talsvert við sögu Þórunnar
Jónsdóttur, en Solveig var abbadís
Reynistaðarklausturs 1508–1551 og sú
síðasta sem því starfi gegndi.12
Kaupmálabréf Hrafns lögmanns
og Þórunnar er dagsett 30. september
1526 á Hólum í Hjaltadal.13 Ekki er
fæðingarár Hrafns þekkt. Hans er getið
árið 1520 í fornbréfum og var þá meðal
annars vottur í máli hjá Gottskálki
Nikulássyni Hólabiskupi.14 Hrafn hefur
því verið eitthvað eldri en Þórunn. Hans
er fyrst getið sem lögmanns norðan og
vestan í bréfi frá árinu 1525.15 Í lögsögu-
og lögmannatali Jóns Sigurðssonar er
hann hins vegar sagður lögmaður 1526–
1528.16 Hrafn var vellauðugur eins og
margir ættmenn hans. Frægastur var
hann fyrir deilurnar við Teit Þorleifsson
sem hann stóð í, ásamt Jóni tengdaföður
sínum. Þær deilur dóu ekki með Hrafni,
heldur lifðu langt fram á sextándu öldina
og settu mjög svip sinn á hana.
Samkvæmt kaupmálabréfinu telur
Hrafn sér til kaups við Þórunni 6
8 Bréfabók Guðbrands byskups Þorlákssonar, 1919–1942, bls. 345–347.
9 Fréttin af fornleifafundinum á Skriðuklaustri sumarið 2006 vekur óneitanlega upp spurningu um hvort ein
beinagrindanna þar kunni að vera Brandur príor.
10 ÍF III, bls. 720 og 756, ÍF IV, bls. 316–317.
11 ÍF I, bls. 132.
12 Páll Eggert Ólason, 1951, bls. 312.
13 ÍF IX, bls. 378–380.
14 ÍF VIII, bls. 721.
15 ÍF IX, bls. 282.
16 Jón Sigurðsson, 1886, bls. 114–115.