Skagfirðingabók - 01.01.2014, Page 14

Skagfirðingabók - 01.01.2014, Page 14
SKAGFIRÐINGABÓK 14 sama ár. Enginn vissi þá deili á konunni, sem hann ætlaði að ganga að eiga. Hún hét Hólmfríður, dóttir Sigtryggs Jónatanssonar bónda í Framnesi, Blönduhlíð, og konu hans Sigurlaugar Jóhannesdóttur af Svaðastaðaætt, sem þá þótti sérstæð fyrir auðsöfnun. Þrjú systkini bjuggu á Svaðastöðum og voru ríkust í Skagafirði. Peningana geymdu þau í kistlum og lánuðu héraðsbúum. Þetta var því nokkurskonar banki. Þau bárust ekki á í húsakynnum eða húsbúnaði, en allir vissu að nóg var í kistuhandraðanum. Þau systkin voru mjög hraust, en sagt var að eitt sinn hefði þó læknir verið sóttur þangað frá Sauðárkróki. Hann var ungur og ókunnugur og var spurður að því, hversu mikið hann hefði sett upp fyrir ferðina. Hann sagðist ekki hafa getað tekið neitt af svona fátæku fólki. Framnesheimilið var með mestu myndarheimilum í Skagafirði á þeim árum. Börnin voru mjög mennileg, öll vel gefin og myndarleg í sjón. Húsmóðirin þar, Sigurlaug, hefur sennilega fengið gott fjármálavit frá frændfólki sínu á Svaðastöðum, en var ólík þeim að því leyti, að hún hafði jafnan mjög vistlegt heimili, en safnaði ekki peningum í handraðann. Sigtryggur var harðduglegur bóndi, vel gefinn og hagmæltur. Þetta var mikið gestrisnisheimili á þeirri tíð. Ég veit ekki til að pabbi hafi nokkru sinni séð Hólmfríði eða kynnst henni áður en hann bar upp bónorðið, en hún þótti kvenkostur góður. Ég býst við að hann hafi tekið reiðhest sinn, en hann átti alltaf góða hesta, og farið fram í Framnes í bónorðsferð, því að Sigtryggi bónda varð að orði þegar hann kom, að sjaldséðir væru hvítir hrafnar. Hólmfríður var þá 25 ára gömul, en hann fertugur. Hún hafði lært bæði fatasaum á Akureyri og matreiðslu og reyndist mjög fær í hvoru tveggja. Hún var glæsileg í sjón og stóð með rausn fyrir stóru búi í Felli, sem var annálað fyrir gestrisni í þeirra búskapartíð. Ekkert var því til fyrirstöðu að hann fengi hennar, þrátt fyrir að þau þekktust ekki. Hann var myndarlegur og karlmannlegur, vel efnaður og hafði gott orð á sér. Sambúð þeirra var til fyrirmyndar til dauðadags hans, en hún lifði hann og er látin í hárri elli fyrir fáum árum (1971). Þau virtu hvort annað mikils. Það var ekki vandalaust fyrir unga konu að taka sæti ömmu minnar. Sveinn bróðir minn, og elstur okkar, vildi ekki hlíta boðum hennar eða banni, enda mundi hann best eftir móður okkar, hafði verið eftirlæti hennar, svo og ömmu minnar eftir að móðir mín dó. Sveinn var mjög Sveinn í Felli og seinni kona hans, Hólmfríður Sigtryggsdóttir. Einkaeign.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.