Skagfirðingabók - 01.01.2014, Blaðsíða 190
SKAGFIRÐINGABÓK
190
60 númer, 500 pund í hverju. Allur var
hann hráblautur og meginið óhreint,
stungið og rifið. Fiskurinn hljóp á ca
320 kr.
Næstu nótt og næsta dag var stórhríð
og norðvestan stormur. Gjörði öldu-
gang nokkurn. Tók þá skipið sundur
í miðju, eða rétt framan við öftustu
lest og rak afturpartinn upp í fjöru svo
ganga mátti í hann þurrum fótum.
Og frampartinn rak nokkuð upp en
þó minna. Lét ég ganga á reka strax
þegar upp birti og var mikið af rusli
í fjörunum, mest fjalir sem brotnað
höfðu innan úr skipinu. Þegar svona
var komið tók ég það ráð að senda
til skipstjóra og segja honum þessi
endemis afdrif skipsins. Skrifaði hann
mér aftur alllangt bréf. Segir hann mér
meðal annars að björgun megi halda
áfram með sömu skilmálum og verið
hafi, þriðjung, bæði úr fjörum og
skipinu, en aftur á móti bannar hann
mér að selja keðjur, trássur, stór stykki
o.fl., þó það bjargist.
Litlu hefur verið bjargað úr skipinu
síðan fyrstu þrjá dagana sem verið var
við samningsbjörgunina, enda ekki
orðið um auðugan garð að gresja í
skipinu. Hvað viðvíkur björgun úr
fjörunni þá vill enginn ganga að því
að bjarga úr þeim með því móti að fá
aðeins þriðjung, enda man ég ekki til
að björgunarsamningurinn næði til
annars en þess er bjargaðist úr skipinu.
Ég hefi þegar kostað til 60 kr. til að
láta bera fjalarusl o.þ.h. undan sjó.
Læt ég gjöra það framvegis í vetur og
tekur enginn í mál að bjarga góssinu
inn í Hraunakrók með því móti að fá
aðeins 1/3 part og borga mér minn
kostnað af honum. Vildi ég leita álits
yðar velborni herra um það hversu
með þetta strandmál mér ber að fara
framvegis.
Þann 13. og 14. þ.m. hélt ég uppboð
á mestöllu góssinu sem bjargað hafði
verið utan úr skipinu og hljóp það
uppboð á 600 kr. Aðeins skildi ég eftir
fáein stór stykki sem ég vissi fyrirfram
að ekkert myndi seljast, eða því sem
nær ekkert. Bíða þau vors eða þar
til góss það er skipstjóri skildi eftir á
Haganesvík verður tekið.10
Úr blaðaskrifum
MIKIÐ VAR var skrifað í blöðin um
Tejo-strandið og eftirmál þess. Eðlilega
voru þær fréttir margar á sömu lund,
en stundum misvísandi, jafnvel með
rangfærslum. Hafa upplýsingar víða hér
að framan verið sóttar í blöðin. En til
viðbótar skulu hér teknir fáeinir kaflar
sem sýnishorn blaðafréttanna: Í Þjóðólfi í
Reykjavík segir 15. desember 1899, og er
þar ekki allt rétt með farið:
Um strand gufuskipsins Tejo 7. f.m.
hefur nú frést nokkru nánar. Skipið
rakst á sker eða klett, skammt fyrir
framan landsteinana á Hraunum í
Fljótum, þar sem Einar dannebrogs-
maður Guðmundsson býr. Er mælt,
að skipstjóri hafi verið svo villtur, að
hann hafi haldið, að hann væri kominn
fyrir Dalatá og ætlaði að beygja inn á
Siglufjörð, en fór svo þarna upp. 4.000
skippund af saltfiski voru í skipinu og
bjargaðist það að mestu, þar á meðal
10 Bréfabók Holtshrepps í HSk.