Saga - 2012, Qupperneq 211
ur á móti oft riðið á vaðið. Að þessu leyti virðast rannsóknir og stefnumótun
ekki haldast í hendur; þetta misræmi ræðir höfundur reyndar ekki.
Astri Andresen frá Noregi er höfundur 6. kafla, „Skolbarn, hälsopolitik
och försöken att ändra på framtiden“ (bls. 273–355). Meginviðfangsefnið er
tilkoma og þróun annars vegar skólamáltíða og hins vegar heilbrigðis- og
lækniseftirlits í skólum. Efnistökin mótast eindregið að sýninni ofan frá, þ.e.
samverkan almennra hugmyndastrauma og laga-/reglugerðasetninga. Astrid
hefur næmt auga fyrir því sem Norðurlönd eigi sammerkt í þessari þróun og
hvað greini þau að. Hún bendir á að almenn skólasókn barna um aldamótin
1900 skapaði áður óþekkt skilyrði svo að fylgjast mætti með líkam legum og
andlegum þrifnaði barna og ungmenna. En ástæðurnar, sem yfirvöld töldu
sig hafa til övervakning, voru æði breytilegar í tímans rás og það eru þessar
ólíku ástæður sem höfundur telur einkum marka kaflaskil í þróuninni.
Höfundur leiðir í ljós að á tímabilinu 1900–1920 hafi skólinn aðallega
verið notaður sem vettvangur til að efla heilsu fátækra barna. Þetta birtist í
matargjöfum, sem voru sumpart kostaðar af sveitarfélögum, sumpart af
góðgerðafélögum. Bæði hvað varðar matargjafir og heilbrigðiseftirlit hafi
athygli á þessu tímabili aðallega beinst að svonefndum „vandræðabörnum“
í bæjunum sem voru annaðhvort svo vannærð eða óuppdregin að kennslan
skilaði takmörkuðum árangri. Á næsta tímabili, millistríðsárunum, hafi
athyglin aftur á móti beinst að öllum börnum, út frá vísindalegum eða
þjóðlegum sjónarmiðum, án þess að aðgerðir hafi leitt til samræmdrar félags-
mála- eða menntamálalöggjafar. Vísindaleg sjónarhorn hafi markast mjög af
socialhygiene í anda erfða- og kynþáttahugmynda. Þannig hafi heilbrigðiseft-
irlit í skólum snúist mjög um líkamleg einkenni. Hin mikla berklavá þessa
tíma hafi hvatt mjög til eftirlits, einkum með hugsanlegum smitberum.
Skólalæknaþjónusta hafi verið innleidd víða í bæjum á vegum sveitarfélaga
en henni hafi ekki verið komið á sem almennri opinberri þjónustu fyrr en á
þriðja tímabilinu sem höfundur markar frá 1940 til 1960. Það hafi einkennst
m.a. af því að andlegt heilbrigði barna (mentalhygiene) færðist í forgrunn, ekki
síst fyrir áhrif sálfræðinga og félagsráðgjafa à la Erik Erickson sem beindu
athygli að sálfræðilegum umhverfisþáttum. Þetta hafi markað upphaf að inn-
göngu sálfræðinga í skólana, m.a. til ráðgjafar um flokkun nemenda.
Hvað varðar tilkomu ókeypis skólamáltíða bendir höfundur á athyglis-
verðan mismun milli Norðurlanda innbyrðis. Bæði í Finnlandi og Svíþjóð
voru slíkar máltíðir í lög leiddar fyrir öll skólabörn kringum 1950 en aftur á
móti var langt liðið á öldina þegar Danir og Norðmenn (ásamt Íslending-
um) lögðu inn á sömu braut og hættu að útbúa skólabörn með „nesti að
heiman“. Ísland lendir hér innan sviga; þess er að engu getið þrátt fyrir vissa
sérstöðu, hvað varðar tilkomu heilbrigðiseftirlits í skólum, sem vert hefði
verið að geta um (sbr. Loftur Guttormsson, „Heimili og skóli“, Almennings -
fræðsla á Íslandi 1880–2007. 1.b. (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2008), bls. 289–
298).
ritdómar 211
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 211