Breiðfirðingur - 01.04.1950, Side 8

Breiðfirðingur - 01.04.1950, Side 8
6 BREIÐFIRÐINGUR skyndilega kominn röskar níu aldir aftur í tímann. Ég sá rísa þarna á grunninum reisulegan bæ í fornum stíl. Tígulegir menn og f.agr- ar konur fylla húsin og ég sé höfðingjann glæsilega sitja í önd- vegi. Langeldar eru kyntir og líkt er sem mér berist að eyrum kliðurinn af samtali gesta og heimamanna. — Mér verður reikað um rústirnar. Þarna eru aðaldyrnar. — Gangurinn inn í skálann er lagður hellurn. Þær eru óhaggaðar og fara vel. A miðju salar- gólfi eru langeldarnir. — Hellur eru reistar á rönd utan með eld- unum. Sumar eru fallnar, en flestar eru óhaggaðar. Ég geng inn að eldstæðinu. Með svipuskaftinu get ég rótað í níu alda gamalli öskunni. Askan er tvílit, ljósleit viðaraska og dökk aska, ef til vill af sauðataði. — Askan hefur engum breytingum tekið. Hún gæti alveg eins verið nokkurra vikna gömul. Hér hefur engu verið haggað. Bæjarhúsin hafa fúnað niður í friði. Veggir hafa verið gerðir að mestu úr hnaus og streng. Aðeins hafa verið hellusteinar á hliðarveggjum undir röftum og undir máttarstoðum á gólfi. Hver glöggskyggn húsameistari gæti gert bæinn upp að nýju, svo að litlu eða engu skeikaði frá því, sem áður var. — Eyrbyggja er af öllum talin ein þeirra fornsagna, sem öruggust er með að greina rétt frá um örnefni og staðhætti. Höfundur sögunnar hefur verið þaulkunnugur í héraðinu og ritað söguna eftir góðum heim- ildum. — Sagan um upphaf byggðar á Bólstað og hvernig byggðin leið undir lok, er mjög merkileg, og ekki sízt það, hvernig ör- nefnið geymist um margra alda skeið, svo tryggilega, að samtíma- menn okkar geta bent á mosagróna móana og sagt: „Þarna stóð bærinn.“ Sýnir þetta að örnefni og saga á sér djúpar. sameigin- legar rætur, sem nútíminn metur, ef til vill ekki sem vert er. — Annars hafa örnefnin geymzt undra vel allt til vorra daga, ’en nú eru þau í hættu. — Við stöðug búendaskipti, breytt vinnubrögð og aukinn hraða, gleymast örnefnín. — Mikið af örnefnum hefur þegar verið skrásett, og geymast þannig til athugunar fyrir fræði- menn. — En örnefnin eru merkilegur þáttur móðurmálsins, og ef örnefnin glatast úr daglegu máli, þá hefur móðurmálið misst styrkar stoðir, enda örnefni og saga svo nátengd, að sagan missir að nokkru gildi sitt, ef örnefnin týnast. Þau mega ekki glatast úr daglegu máli.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.