Breiðfirðingur - 01.04.1950, Page 30
28
BREIÐFIRÐINGUB
sem lágu þar ofan við flæðarmál á klettunum, þá glefsar hún í
sig nokkur melstrá, og dettur samstundis niður steindauð. Mér
þótti þetta ills viti, en þótt komin væri dagur að kvöldi og veður-
útlit Ijótt, lét ég engar hugargrillur á mig fá, enda treysti ég for-
manninum að fullu.
Með í þessari ferð voru auk mín og Sveinbjarnar þau Niels
Gíslason frá Bíldsey, Septemborg Gunnlaugsdóttir og Svanborg
Gestsdóttir. Niels hafði þá nokkru áður, lent í sinni alkunnu
Barðarstrandarvillu. Aður en lagt var frá landi, var dauðu kind-
inni kastað út í bátinn. Var þá komið norðaustan stórviðri, og
kafald að smábyrgja alla útsýn vestur á flóann. Enginn talaði orð.
Hver og einn var við sitt verk. Níels var við „pikkfalinn“, sem þó
var fastur, fóstursysturnar til taks, ef á austurtrogi þyrfti að halda,
en farþeginn gerðalítill aftur í skut hjá fonnanni, enda þá lítið
sjóvanur, nema í smágutli um Ballarárvíkurnar.
Þegar komið var kippkorn út fyrir Miðaftansker, sást livorki
til lands eða fjalla, en áfram er haldið. Enginn talar orð, þar til
komið er alllangt út á flóann, að Niels hefur upp raustina og
segir, að þetta útlit sé alveg eins og þegar hann villtist forðum
á Barðaströnd. Ég hafði áður heyrt um þessa hrakningsferð
Níelsar, og hefði heldur kosið að hann hefði þagað, en Svein-
björn tautaði þurrlega. „Ætli að við séum ekki nálægt réttri
leið e,nnþá“. — Báturinn þaut áfram og alltaf sauð í keipum.
— Enginn hreyfir umræðum lengi, þar til Sveinbjörn segir, að nú
ætti maður fram af þessu að fara að eygja eyjarnar. — Bétt á eftir
komum við upp undir Gjögrið á Hvanneyjum. Var þetta laglega
haldið leið yfir allan flóann, þar sem aldrei sást til lands eða
eyja. — Það er mér óhætt að fullyrða, að annar áttaviti var ekki
um borð, en næmleiki og ratvísi formannsins.
Er við komum í Bjarneyjar, var orðið það hásjávað, að
haldið var austan Höfða, út sundin milli Búðeyjar og Heima-
eyjar. Með mig var lent í Bæjarvörinni. — Ég þakkaði Sveinbirni
fyrir farið, og var það allt, sem hann fékk fyrir þann farþega.
Þannig var það með Sveinbjörn og hans ágætu konu, að þau
gerðu flestum greiða án nokkurs endurgjalds. —
Ég var ráðinn í skiprúm hjá Bjarna Bjarnasyni. Hásetar hans,