Breiðfirðingur - 01.04.1950, Blaðsíða 47
breiðfirðingur
45
fáum komi til hugar, að hér verði í framtíðinni rekinn hjarðbú-
skapur, sem byggir afkomuna á útigangi búfjársins.
Byggðaraukningin verður að byggjast á ræktunarbúskap, þar
sem að vísu samhliða eru hagnýtt hin víðáttumiklu beitilönd, en
ræktunarumbætur á beitilöndum er sjálfsögð ráðstöfun til að
tryggja betri afrakstur af þeim og til verndar gegn jarðnýðslu.
Það verur að viðurkennast að enn liggur ekki fyrir nein heild-
arrannsókn á því, hverjir möguleikar eru til býlafjölgunar í sveit-
um, né hve mikill hluti hins byggða hluta landsins er ræktan-
legur.
Hinn byggði hluti landsins er talinn vera 42085 ferkílómetrar
og af því er rúmlega 1% ræktað land. Ymsir hafa áætlað flatar-
mál hins ræktanlega lands, en byggt það á ágizkunum einum.
Hafa í því sambandi verið nefndar tölur, er svara til um 50% af
flatarmáli hiris byggða hluta landsins. Hvort það er nærri lagi
verður ekki gert að umtalsefni hér.
Að tilhlutan milliþinganefndar sem Búnaðarþing skipaði árið
1943, var árið 1945 gerð nokkur athugun á því í 16 hreppum
á landinu, hverjir möguleikar væru til ræktunaraukningar og
býlafjölgunar, án þess þó að staðbundin rannsókn væri á því
gerð. Athugun þessi náði þó ekki til allra jarða í þessum hrepp-
um heldur aðeins valdar úr þær jarðir, sem álitlegastar voru
álitnar með tilliti til ræktunar og búrekstraraðstöðu. Undir at-
hugun þessa féllu 120 lögbýlisjarðir, sem allar voru í ábúð og
var landstærð 35245 ha, og þó ekki tekið í þann útreikning það,
sem telja mátti fjalllendi eða lítt gróið land.
Að athugun lokinni var talið, að með því að taka upp rækt-
unarbúskap, væru skilyrði til að í þessum 16 hreppum gæti býla-
fjölgunin orðið 315, en það er sem næst því að 4 jarðir kæmu í
stað hverrar einnar áður. Þarna eru að vísu valin samfelldustu
ræktunarsvæðin, svo að það má ekki gera ráð fyrir því að aukn-
ingarmöguleikarnir, þegar heildin er tekin, séu þessir yfir allt
landið.
Af framansögðu verður séð að nothæft land skortir ekki til
byggðaraukningar.