Breiðfirðingur - 01.04.1950, Blaðsíða 49
breiðfirðinguk
47
styrktarfjárhæðir hækkoðu, að nokkru til móts við hækkandi
verðlag á seinni hluta þessa tímabils.
I fyrrnefndri ritgerð bendir Steingrímur á nauðsyn þess að
löggjöfin sé endurskoðuð, og koma fram þar ábendingar, útfrá
þeirri reynslu sem fengin var á liðnum árum.
Með lögunum um landnám, nýbyggðir og endurbyggingar í
sveitum frá 1947 verða nokkrar breytingar um fyrirkomulag og
framkvæmd þessara mála. Þar er gert ráð fyrir að haldið sé
áfram á sömu braut um að styðja einstaklinga til stofnunar býla
á landi, sem þeir sjálfir hafa fengið umráð yfir við skiptingu
jarða, eða á annan hátt. En lögin gera einnig ráð fyrir að nýbýla-
stjórn geti útvegað land, eða keypt til stofnunar einstakra býla,
og fyrir fleiri býli sem reist yrðu í byggðahverfum.
Er lagt fram fé af ríkissjóði til þessa hvorutveggja. Það er gert
ráð fyrir að fjárveitingar til þessa nemi 2,5 milljónum króna á
10 ára tímabilinu 1947—1957, eða alls um 25 millj. króna.
Frá því að lögunum var breytt hefur nýbýlastjórn heimilað
stofnun 157 nýbýla við skiptingu jarða. Framkvæmdir á býlum
þessum eru misjafnlega langt á veg komnar, en framkvæmdir eru
hafnar á 143 stöðum. Búrekstur er hafinn á 128 þessara býla.
Eins og gefur að skilja tekur það mörg ár að koma býlunum upp
og í það horf að þau gefi aðstöðu til sómasamlegs lífsframfæris
fjölskyldunum. Fjárhagsstuðningur sá, sem þessum nýbyggjend-
um hefur verið veittur er sérstakur ræktunarstyrkur, sem veitt-
ur er á 5 fyrstu hektarana sem fullræktaðir eru á býli. Alls á öll
býlin kr. 526.800.00 og lán til íbúðarhúsbygginga á þeim 1.256
þúsund krónur.
Mörg þeirra býla, sem lokið hafa byggingu peningshúsa, hafa
einnig notið lána úr Ræktunarsjóði. Byggingarsjóðslánin eru 2%
lán til 30—42 ára eftir efni bygginga, en ræktunarsjóðslánin eru
2,5% lán til 15—25 ára, eftir því til hvérra framkvæmda lánin eru
veitt.
Nýbýlastjórn hefur á síðustu fjórum árum fengið umráð yf-
ir allvíðlendum landsvæðum í 7 af sýsluni landsins til stofnunar
byggðahverfa og einstakra býla. Ræktanlegt land þessara svæða
er rúmlega 2500 ha, en heildar landstærð nokkuð á f jórða þúsund