Breiðfirðingur - 01.04.1950, Síða 68
66
BREIÐFIEÐIN GUR
einni konu. Fannst aldrei neitt af bátnum og áhöfn hans svo
ég muni til.
Þá kom og fram spá Ingimundar um þá „Inneyinga“: Skál-
eyinga og Látramenn, á meðan ég bjó í Svefneyjum. A fyrri bú-
skaparárum mínum var róið úr Eyjum pndir Jökli. Nú var það
eitt sinn, að menn úr „Inneyjum“ fóru þangað á tveim bátum, og
var form. á stærrri bátnum Sveinn Jónsson úr Skáleyjum. En
minni báturinn var úr Bjarneyjum og formaður hans þaðan,
og báðir lögðu bátarnir upp frá Bjarneyjum og fylgdust fyrst
að á leið út til Jökuls. Ekki leið þó á löngu, þar til sá stærri
varð spöl á undan, enda fór nú veður versnandi, og lengdist þá
enn meir á milli bátanna, svo að bráðlega sáu þeir ekki hvor til
annars. En er þeir höfðu farið nokkuð út eftir, sáu þeir á stærri
bátnum sér ekki fært að ná Hellissandi, enda þá orðið rokhvasst
með snjókomu og myrkrið í aðsigi. Snéru þeir því aftur á þeim
bát. Þegar hann hafði siglt drjúgan spöl inn, tókst svo giftusam-
lega til, að þeir rákust svo að segja á hinn bátinn. Var hann þá
orðinn hálffullur af sjó, og stóðu menn þar í austri, en gátu ekki
við neitt ráðið. Renndi stærri báturinn þá með borðum hans svo
nærri sem unnt var, og stukku þá allir þrír mennirnir af hinum
sökkvandi bát yfir í hinn. Varð þannig mannbjörg, en bátinn sjálf-
an gátu þeir ekki hirt um. Eftir allmikla raun og sjóvolk náðu
þeir svo allir á stærri bátnum Eyri í Eyrarsveit.
A þessum árum fórust líka tveir bátar úr Látrum, og drukkn-
uðu þar 6 menn.
Eins og getið er í upphafi, var Ingimundur orðvar og var ekki
um, að flíkað væri því, er hann í trúnaði lét menn ráða í. Kom mér
því aldrei í hug að hafa orð á þessu út í frá.
Ekki fór heldur síður eftir það sem Ingimundur sagði um fólks-
flutningana úr Eyjahreppi. A seinustu búskaparárum mínum þar,
fór fólk mjög að flytja úr Eyjunum, og svo kom, að ég fluttist
þaðan sjálfur og mitt fólk. Stóð ég þá á sextugu. Og nú, er ég
er áttatíu og fimm ára, er næsta eyðilegt að litast um í Eyjunum
hjá því sem áður var. Tvær stórar og áður fjölmennar eyjar eru
komnar í eyði í hreppnum, Hergilsey og Bjarneyjar, og þrjár
aðrar af Vestur-éyjum: Sauðeyjar, Rauðseyjar og Rúfeyjar. Einn-