Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Page 10

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Page 10
H a l l g r í m u r H e l g a s o n 10 TMM 2010 · 2 „Það eru ALLIR ríkisforstjórar flokksráðnir. Líka pabbi þinn!“ Líka pabbi þinn. Persónupólitíkusinn gerði kúnstpásu og horfði ógnandi á gestinn. Á meðan ég glennti upp eyrun. Heyrði ég rétt? Faðir minn átti þá nokkra mánuði eftir í embætti Vegamálastjóra og hvarf ég nú aftur út úr samtalinu, sá fyrir mér sorglegan og hneisufólginn endi á farsælum ferli mannsins sem teiknaði bæði Skeiðarár- og Borgar- fjarðarbrú. Hvað hafði sonur gert föður? Margir sem heyrðu þessa sögu (sem ég fór með á Útvarpi Sögu og endurtók í DV) segja mér að þarna sé komin klassísk mafíuógnun. „Don’t fool around with us. We know where you live …“ 9. Var þetta þess virði? Að láta toga sig inn á slíkan vitleysisfund? Að sitja undir fabúleringum forsætisráðherra í einn og hálfan tíma og fá svo yfir sig hótanir um bráðan enda föðurferils? Og hvernig gat maður unnið úr þessu? Sagt frá þessu? Hér fór tveggja manna tal. Ég kæmi út eins og vælukjói. Eftir smá hik kaus ég þó á endanum að þegja ekki um þennan skrýtna fund. Fyrir vikið varð hann frægur og hugtakið Bláa höndin festist við Davíð. Uppáhaldslögfræðingurinn mætti í Kastljós til varnar vini sínum: Teppistakan var rithöfundinum sjálfum að kenna vegna þess að hann svaraði ekki í símann og því varð að boða hann á fund … Skömmu síðar var sá rökfærslumeistari gerður að hæstaréttardómara. (Kannski var Sjálfstæðisflokkur Davíðs bara grínframboð eftir allt saman?) En var þetta þess virði? Til að hefna fyrir „Bláu höndina“ var undirritaður kallaður „Baugs- penni“. Málflutningur minn og fleiri var tortryggður með þeirri kenn- ingu að við hlytum að vera á launum hjá Baugi. Líka þetta kom á á óvart. Víst hafði ég hikað við að ýta á „send“– en að vera vændur um mútuþægni og að faðir minn ætti á hættu að missa vinnuna, hafði aldrei hvarflað að mér. Ég var kominn niður á skítaplanið í smáríkinu Ísland. Og leyniþjónustan stóð sína pligt: „Það sást til ykkar Jóns Ásgeirs á Apótekinu.“ Já, það sást til okkar, en fáir heyrðu að þar fóru skammir fyrir Skaupið 2002. 10. Eftir það hitti ég Jón Ásgeir nokkrum sinnum, á börum og í partýjum. Hver var þessi dularfulli maður með sítt að aftan sem hafði komið heilu stjórnmálakerfi í uppnám? Var hann heiðarlegur? Eða var hann „götustrákur“? eins og Davíð hafði uppnefnt hann á fundinum góða.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.