Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Side 13

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Side 13
D r a u g u r G r o u p TMM 2010 · 2 13 gagnrýna þessa kaupahéðna sem áttu að lokum annað hvert fyrirtæki á Íslandi. Ég hefði betur farið að dæmi míns eigin Roklands-Bödda og dúndrað á auðjöfranna af sama mætti og ég gerði á verstu ríkisstjórnir Íslandssögunnar. Sök mín er sú að hafa aðeins gagnrýnt til hálfs. 13. Hér ber að játa: Við gáfum Jóni Ásgeiri ansi feitan séns. Í miðjuvinstrinu voru margir veikir fyrir honum. Og leyfðu honum lengi að njóta vafans. Hann kom eins og Napóleon inn í ævafornt konungsveldi og breytti hlutum, sneri þeim við, vakti vonir. Og hvarf síðan burt frá bullveldi sínu að leik loknum, eins og sá sami Naflajón, útlægur ger á suðrænni eyju. (Svo er það aftur spurning hvort Tortólan sú sé Elba Jóns Ásgeirs eða Sankti Helena?) En hann kom inn með trukki. Skyndilega var gömlu kerfi ógnað. (Ísland er svo lítið land að ekki þurfti nema einn duglegan búðareiganda til að raska jafnvægi þess.) Hve langeyg var ekki vinstriþjóðin til dæmis eftir valkosti við Morgunblaðið? Við bíðum reyndar enn eftir því að Fréttablaðið verði gott og skemmtilegt blað, og alfrjálst af eiganda sínum, en þó verður það að teljast til hins skásta sem bullaldarárin skilja eftir sig. Á mektardögum sínum reistu útrásarvíkingar mikið fé. Sjálfsagt var megnið af því hugfé (fictional capital) en eftir á að hyggja hlutgerðist sorglega lítið af því: Bullöldin skildi nánast ekkert eftir sig, annað en nokkur uppdópuð sumarhús vítt um land, hálfbyggt tónlistar- hús við Reykjavíkurhöfn og Fréttablaðið sem enn kemur út. Minnumst þess einnig hvernig Flokkurinn fór með RÚV. Pólitískum geldfuglum var stillt upp sem útvarpsstjórum svo gæðingarnir ættu greiða leið inn í stofur landsmanna og græðlingar fengu heilu laugardags- kvöldin til að æfa þjóðina við sitt barnslega andlit. Fyrir afnotagjöld allra landsmanna stundaði flokkurinn leiðtogamátun og borgarstjórarækt. 14. Þessu fína ójafnvægi raskaði „Baugsveldið“. Það bauð upp á ókeypis blað sem strax var stærra en Mogginn og tryggði Stöð 2, Bylgjunni og öllum þeim rásum líf eftir Jón Ólafsson. Hvernig bar okkur að taka því? Hvernig tókum við því? Hvernig bregst fólk við þegar einokarinn fær óvænta samkeppni? Við hlutum að taka því fagnandi. Ekki fullkomið ástand en þó skárra en það sem var. Gerði það okkur öll að Baugspennum? Baugsverjum? Baugsdýrkendum? Að mati hinna bláu herra: Já.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.