Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Side 16

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Side 16
S j ó n 16 TMM 2010 · 2 söguþráðinn né tökum hans sjálfs á að greiða úr þræðinum, eða flækja hann, eftir því sem við á þegar fram vindur sögunni. Þögn þessi getur verið stutt eða löng en hún má þó hvorki vera of löng né of stutt. Sögumaður sem flýtir sér um of getur virst áhugalaus um söguna og áheyrendurna, virst full gráðugur í sögulaunin. (Vei þeim sögumanni sem heldur að hann geti gengið að sögulaunum sínum vísum.) Ef hann bíður of lengi getur okkur áheyrendum sýnst hann hikandi. Og það getur verið enn verra. Því ef okkur virðist hann óöruggur við upphaf sögunnar, hvernig eigum við að geta treyst því að þegar hún er komin á fullt skrið komi hann í heila höfn sjálfum sér, sögunni og áheyrendum? En hvort sem sögumaður æðir af stað, rekur í vörðurnar, eða hittir á hárétta þagnarlengd milli þess að hann segir „Einu sinni var …“ og tiltekur söguefnið, þá er honum vorkunn. Samningsgerð þessi er eina hvíldin sem honum mun bjóðast allt til söguloka. Þegar þögninni sleppir axlar sögumaður byrðar sínar í votta viðurvist … „Einu sinni var …“ … karl og kerling í koti sínu … kóngur og drottning í ríki sínu … kóngur og drottning í ríki sínu og karl og kerling í koti sínu … Á þessa þrjá vegu hefjast flest ævintýri í íslenskum ævintýrasöfnum. Og yfirleitt hefst sagan annaðhvort í kotinu eða höll- inni – stundum (en sjaldnar) eru bæði sviðin kynnt til sögunnar sam- tímis – en óhjákvæmilega munu þessir heimar hinna lágt og hátt settu skarast í ævintýri þar sem börn karls og kerlingar, þau Kolbítur og Öskubuska, og kóngs og drottningar, þau Prins og Prinsessa, leika aðal- hlutverkið og örlög þeirra ráðast farsællega með hjálp góðra vætta og talandi dýra þrátt fyrir hindranir óvætta og illra manna, en foreldrarnir læra sína lexíu. Líkt og tindurinn hækkar kvíðvænlega fyrir augum fjallgöngu- manns þegar hann spennir á sig þungan bakpokann verður reyndum sögumanni vandi sinn ljós um leið og hann sér viðbrögð áheyrendanna við fyrstu orðum sögunnar: Þeirri hugsun lýstur niður í hann að ekki aðeins sé þráður hennar jafn útslitinn og hann sjálfur – já, hann hefur sagt hana hundrað sinnum hundrað sinnum áður – heldur hafi hann nýlega sagt hana þeim sömu áheyrendum og á þessari stundu sitja allt í kringum hann, fullir efasemda um sögumannshæfileika hans ef marka má svipinn á andliti þeirra! Og svei mér ef hann heyrði söguna ekki sjálfur hjá kerlingunni sem situr þarna bakatil í hópnum og geispar ákaflega? Þá er fátt til ráða … „Einu sinni var …“ Enginn stígur fram undir því kjörorði nema hann hafi á fótum hina heimsfrægu „sjö mílna skó“. Já, hér kemur sér vel fyrir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.