Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Qupperneq 25

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Qupperneq 25
Í s l a n d , a n n o n ú l l TMM 2010 · 2 25 ar til samfélagsins sem hún var í forsvari fyrir. Ábyrgðarleysið árin fyrir efnahagshrunið birtist þá í því hvernig enginn úr bönkunum, stjórnsýsl- unni, eftirlitsstofnunum og stjórnmálunum axlaði sjálfviljugur ábyrgð eftir hrun. Átökin um túlkun skýrslunnar munu ekki síst snúast um þetta. Hvern á að kalla til ábyrgðar ef fjölmargir hafa gerst sekir um vanrækslu í starfi, að minnsta kosti í siðferðilegum skilningi orðsins ef ekki lagalegum? Og hvað má segja um þá málsvörn sem undir býr, að svo almenn samsekt merki allsherjar sýknu? Vissulega væri auðveldara að draga almennar ályktanir um efni rann- sóknarskýrslunnar ef þeir sem orsökuðu hrunið með athöfnum sínum öxluðu viljugir þá ábyrgð sem þeir ættu með réttu að bera. Ekkert bend- ir þó til þess að svo verði í bráð og í raun er líklegra að spunalið stjórn- málaflokkanna geri sitt besta til þess að drepa málinu á dreif með því að brengla raunverulegar niðurstöður skýrslunnar. Tryggja þarf að slíkar tilraunir detti dauðar niður. Dramatískir dagar: Skýrslan og spuninn Dagana fyrir útgáfu skýrslunnar var andrúmsloftið í samfélaginu rafmagnað. Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis, hafði lýst því yfir síðsumars 2009 á Rás 1 að engin nefnd þyrfti „að færa þjóð sinni jafn slæmar fréttir og þessi nefnd“.5 Þá var enn von á skýrslunni í vetrarbyrjun, en þegar útgáfu hennar var frestað, ekki einu sinni heldur tvisvar, grunaði marga að nú ætti að skjóta hneykslismál- um undir stól.6 Dró það lítið úr vantrúnni þótt nefndarmenn ítrekuðu þau alvarlegu tíðindi sem skýrslan ætti eftir að draga fram. Tryggvi Gunnarsson lýsti því t.d. yfir „að þær upplýsingar sem fram hafi komið í rannsókninni um fall bankanna og ekki síður upplýsingar um hvað stjórnvöld gerðu og hvað þau gerðu ekki séu slíkar að sér hafi legið við gráti“ og hvatti til þess að þjóðin fengi tveggja, þriggja daga frí eftir útgáfu skýrslunnar svo hún gæti kynnt sér hana alla.7 Um miðjan mars spurðist svo út að skýrslan væri komin í prentun í Prentsmiðjunni Odda og að hennar væri gætt af öryggisvörðum frá Sec- uritas svo að enginn kæmist í hana. Tilbúnum eintökum var: „jafnóðum komið fyrir í gámi á gólfi prentsmiðjunnar, honum læst og öryggisverðir [vöktuðu] gáminn.“8 Leyndardómurinn í kringum útgáfu skýrslunnar jók mjög á væntingar landsmanna og ekki var laust við að yfirvöld óttuðust að upp úr syði þegar niðurstöður hennar lægju fyrir. Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, sagðist „hafa fengið fullvissu fyrir því að lögreglumenn“ myndu gegna skyldum sínum kæmi „til átaka“, en
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.