Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Page 30

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Page 30
G u ð n i E l í s s o n 30 TMM 2010 · 2 Þorvald Gylfason, Einar Kárason, Hallgrím Helgason og Ólaf Arnarson“. Skafti vill þó ekki einskorða sig við þennan hóp manna, heldur kallar einnig til ábyrgðar þá sem „sátu á girðingunni og horfðu á (og mæltu jafnvel Baugsliðinu bót) þegar Davíð reyndi að afstýra því að Golíat legði undir sig Ísland: Egil Helgason og Guðmund Andra Thorsson.“ Greining Skafta Harðarsonar opnar engar nothæfar túlkunarleiðir á orsakir hrunsins. Ábyrgðarhugmyndir hans eru sérkennilegar, en hann virðist leggja að jöfnu þær gjörðir íslensku valdastéttarinnar sem leiddu til hrunsins og pistla í Fréttablaðinu, sem ekki eru einu sinni allir skrifaðir til varnar Baugi. Það breytir því svo ekki að taka verður til nákvæmrar greiningar þær tvær stóru valdablokkir sem á árunum fyrir hrun sáust skýrast í baráttu Davíðs Oddssonar við Baug. Ó, þetta er indælt hrun Því má halda fram að stjórnleysið sem var ráðandi í íslensku fjármála- og athafnalífi á fyrsta áratug þessarar aldar eigi sér rætur í samfélagsvitund tímabilsins og þéttriðnu samtryggingarnetinu sem íslenskar valdastéttir spunnu um langt skeið. Það brast endanlega á haustmánuðum 2008. Í 8. bindi rannsóknarskýrslunnar er leitast við að skýra að hvaða leyti siðferði og starfshætti bankamanna má greina í tengslum við „starfs- hætti í stjórnsýslu og hjá eftirlitsstofnunum sem og vinnubrögð og siðferði stjórnmálamanna“ eins og kemur fram í inngangsorðum vinnu- hópsins. Hópurinn taldi gagnlegt að setja þessa starfshætti „í samhengi við hugsunarhátt, orðræðu og verðmætamat í samfélaginu og við aðra þætti þjóðfélagsins, einkum fjölmiðla og háskólasamfélagið, sem skipta máli til skýringa á því sem gerðist“.27 Með það í huga leitast skýrsluhöf- undar við að skilgreina ábyrgð hinna ýmsu hópa samfélagsins. Lestur skýrslunnar vekur upp ýmsar forvitnilegar spurningar sem vert er að ræða, t.d.: 1) Hver er ábyrgð ákveðinna einstaklinga og hver er ábyrgð íslensks samfélags sem heildar? 2) Hvernig ber okkur sem þjóð að gera upp þessa ábyrgð og hvaða lærdóm getum við dregið af slíku uppgjöri? 3) Er jafnvel hægt að halda því fram að íslenska efnahagshrun- ið hafi verið af hinu góða? 1) Ábyrgð. Ljóst er að stjórnendur bankanna vanræktu siðferðilega ábyrgð sína gagnvart samfélaginu, (8:47) en það gerðu einnig eftir- litsaðilarnir, jafnt innan bankanna sem í hópi endurskoðenda (8:58). Gagnrýni skýrsluhöfunda beinist þó ekki aðeins að bönkum og eftir- litsstofnunum. Stjórnmála- og embættismenn brugðust skyldu sinni
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.