Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Síða 44

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Síða 44
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r 44 TMM 2010 · 2 hana er að finna í þjóðsögum og goðsögum, bókmenntum og kvikmyndum og ímynd hennar er síbreytileg, ekki aðeins innan þessara ólíku frásagna, heldur einnig á ólíkum tímum.8 Vampýran hefur verið vin sæl- asta skrýmsli hrollvekjunnar í næstum tvær aldir. Rithöfundar og kvikmyndagerðarmenn virðast finna endalausa nýja möguleika til að kanna vampýruna og nota hana sem tákn fyrir helstu átakamál mannkynsins, allt frá ódauðleika til hryllilegrar hrörnunar, erótíkur til eilífrar ástar. Fjölbreytileiki vampýrunnar endurspeglar marg- röddun hrollvekjunnar, saman sýna þær framá að því fer fjarri að hryllingurinn sé eitthvað einfalt mál. Viðtal við vampýru Eins og fram hefur komið er tvíræðni gagnvart óvættareðli vampýrunnar hluti af sögu hennar, en þó er það ekki fyrr en á sjöunda áratugnum sem verulega var farið að takast á við möguleikana sem í líki hennar búa. Árið 1961 skrifaði vísindaskáldsagnahöfundurinn Theodore Sturgeon nóvelluna Some of Your Blood, eða Dálítið af blóðinu þínu, sem fjallaði um ungan mann sem kannski er vampýra, allavega ástundar hann blóðdrykkju.9 Snemma á áttunda áratugnum (1972) hóf göngu sína myndasagan Tomb of Dracula eða Grafhvelfing Drakúla, en þar birtist greifinn endurfæddur, enn á ný, en þrátt fyrir að illska hans sé mikil þá bregður svo við að hann á líka til nokkuð hetjulega takta. Vampýrubaninn Blade birtist fyrst í þessum sögum, en hann er einmitt hálf-vampýrískur og má telja líklegt að persóna hans sé ein fyrsta tilraunin til að skilja á milli ‘góðra’ og ‘vondra’ vampýra, en nýjasta vampýrubylgjan gerir mjög út á slíka aðgreiningu. Það er þó ekki fyrr en með útgáfu fyrstu vampýrusögu Anne Rice, Interview with the Vampire eða Viðtal við vampýru, árið 1976, sem straum- Sjónvarpsþættirnir True Blood eru byggðir á sögu Charlaine Harris en rekja rót til mynda Bela Lugosi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.