Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Page 46

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Page 46
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r 46 TMM 2010 · 2 hálf ráðvilltur piltur, er líkt og söguhetja Sturgeons, mögulega vampýra, allavega dálítið gefinn fyrir blóð. Eins og áður segir steig vampýrubaninn Buffy sín fyrstu spor í kvikmynd árið 1992, en þar eru vampýrurnar eingöngu óvinveittar, öfugt við það sem einkenndi sjónvarpsþættina (frá 1997), þarsem mikil áhersla var lögð á góðu vampýruna Angel. Árið 1992 var svo frægasta vampýrusaga allra tíma, Drakúla, kvikmynduð af leikstjóranum Francis Ford Coppola, en þar birtist mun jákvæðari sýn á þennan prins vampýranna en áður hafði sést. Almennt má telja að sú mynd, sem var greinilega undir áhrifum bóka Rice og naut mikilla vinsælda, hafi átt mestan þátt í því að gera vampýruna almenningsvæna og rutt brautina fyrir þætti eins og um Buffy og Angel og nú Ljósaskiptin og Ekta blóð, svo nýjustu dæmin séu tekin. Árið 1992 kom út enn ein vampýrumyndin, Innocent blood eða Saklaust blóð, í leikstjórn John Landis, sem vakti ekki viðlíka athygli, en er áhugaverð í þessu samhengi, því þar var á ferðinni snemmborin tilraun til að færa vampýruna í ástarsöguform.12 Myndinni er best lýst sem rómantískri hrollvekjukómedíu með mafíuívafi, en þar segir frá franskættaðri vampýru Marie sem er einmana og svöng, og lögreglu- manninum Joe sem reynir að koma mafíósa í fangelsi. Marie nýtir sér blóðbað mafíuátakanna til að nærast vel og hittir þá Joe og þrátt fyrir að hann sé í fyrstu dálítið hræddur þá fer rómantíkin að blómstra. Þessi röð eða krossæxlun áhrifa er afar viðeigandi fyrir skrýmsli sem býr yfir sérstökum hæfileikum til að fjölga sér, en sá hæfileiki er einmitt eitt af því sem gerir vampýruna svo heillandi – jafnframt því að vera uppspretta ótta og hryllings. Bit vampýrunnar smitar þann sem er bitinn og þannig er ný vampýra fædd. Á svipaðan hátt skapa vampýru- skáldsögur og kvikmyndir nýjar og nýjar vampýrur. Gróteska og gotneska Vampýran sem við hittum fyrir í dag í nútímahrollvekjum er þónokkuð ólík þeirri sem fyrirfinnst í goðsögum og gotneskum skáldskap. Megnið af vampýruskáldskap á rætur sínar að rekja til austurevrópskra þjóðsagna. Slavneska vampýran var einfaldlega lifandi lík, bókstaflega aftur-ganga, sem hélt sér gangandi á blóði. Á fyrri hluta átjándu aldar gekk yfir vampýruplága í Austur-Evrópu þarsem fólk reis úr gröfum sínum í hópum og lagðist á lifendur, aðallega sína nánustu, en hikaði ekki við að smakka á ókunnugum þegar fjölskyldan var tæmd. Mikið var fjallað um þessa plágu í ýmsum ritum og þannig bárust fréttir af
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.