Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Qupperneq 47

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Qupperneq 47
H r y l l i n g u r ! H r y l l i n g u r ? Va m p ý r a n g e n g u r l a u s TMM 2010 · 2 47 henni til Vestur-Evrópu. Þetta hafði svo áhrif á bókmenntirnar, meðal annars á rómantísk skáld.13 Í ljóðum rómantísku skáldanna var vampýran oftar en ekki kvenkyns. Hún hafði svo kynskipti þegar hún rann saman við hið rómantíska skáld og hetju, en almennt eru rætur þessa kynusla raktar til smásögu frá árinu 1819, „The Vampyre“, eftir John Polidori, sem var einkalæknir Byrons lávarðar og þráði að vera rómantískur snillingur.14 Samkvæmt Margaret L. Carter var því samúð fyrir hendi með vampýrunni í bók- menntum frá upphafi, því þegar karlkyns vampýrunni „sló saman við hina Byronísku hetju, þá yfirskyggði prómeþeifísk göfgun illsku hennar algerlega.“15 Saga Polidori gekk svo aftur í formi leikgerða, en vampýruleikhús var afar vinsælt fyrirbæri á sviðum London og Parísar, einmitt á fyrri hluta nítjándu aldar þegar þeir Louis og Lestat voru á ferðinni. Þetta leikhúsfár varð líklegast kveikjan að skáldsögu Írans Abrahams (Brams) Stoker, Drakúla (1897).16 Stoker byggði skáldsögu sína að hluta til á sögulegri persónu frá miðöldum, Vlad Dracula (1431–1476), sem var nefndur ‘stjaksetjarinn’, en hann varð frægastur fyrir það að hindra, um tíma allavega, innrás Tyrkja inn í Austur-Evrópu. Stoker nýtti sér einnig slavneskar þjóðsögur um vampýrur og stillti ógnvaldi sínum upp sem aðalsmanni og kvennamanni og lagði línurnar fyrir helstu hæfileika og veikleika vampýrunnar. Hæfileikarnir liggja til dæmis í dáleiðandi augnaráði, því að geta haft hamskipti og breyst í dýr og að geta gengið upp veggi, meðan veikleikarnir eru sólarljós (sem þó var ekki bráð- drepandi í Drakúla eins og í síðari sögum), hvítlaukur, krossar og svo auðvitað stjaksetning og afhöfðun. Þannig varð skáldsagan fljótlega að einskonar vampýru-biblíu og gegnir því hlutverki enn í dag. Í stuttu máli segir Drakúla frá því að vampýruprins frá Transylvaníu ákveður að flytja til Englands í leit að fersku blóði. Hann hallar sér aðallega að tveimur ungum konum, drepur aðra og virðist næstum vera búinn að ná hinni á vald sitt þegar hópur karla, í félagsskap læknisins sérvitra Van Helsing, tekur sig til og ræðst gegn honum og hefur að lokum fullan sigur. Hér má finna ýmsa þá þætti sem síðar urðu að föstum liðum í vampýru- skáldskap, svo sem rómantíska undirtóna og blómstrandi erótík. Helstu persónur vampýrusagna birtast hér fyrst: brúður vampýrunnar, aðstoðarmaður hennar og svo vampýrubaninn. Erótíkin felst aðallega í samskiptum Drakúla við konurnar tvær, en þó er ljóst að Drakúla er alveg hæfilega hinsegin, því snemma í bókinni langar hann greinilega að smakka á ungum enskum karlmanni, unn-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.